„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:00 Gunnar Nielsen Vísir/Bára Dröfn Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“ FH Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“
FH Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira