Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:08 Þórönnu Helgu voru dæmdar rúmar þrjátíu milljónir króna í miska- og skaðabætur í héraði. Vísir Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25