Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2022 13:13 Íbúar í Laugardalnum hafa sterkar skoðanir á skólamálum í hverfinu. Þeim hrýs hugur við tilhugsunina um nýjan unglingaskóla og vilja frekar byggja við þá þrjá skóla sem fyrir eru í hverfinu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37