Þessa útgáfu Bríetar er að finna á plötunni Stór Agnarögn sem kom út í ágúst síðastliðnum til heiðurs tíu ára afmæli Dýrðar í Dauðaþögn.
Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda fyrir hálfum mánuði og hækkar sig um tvö sæti á milli vikna.
Britney Spears og Elton John sitja stöðug í fyrsta sæti Íslenska listans aðra vikuna í röð með smellinn Hold Me Closer en David Guetta og Bebe Rexha fylgja í öðru sæti með lagið I’m Good (Blue). Bæði lög eru endurgerð af gömlum lögum, lag Elton’s og Britney minnir á Tiny Dancer og I’m Good er nýstárleg útgáfa af næntís smellnum Blue (Da Ba Dee)
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: