Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 21:45 Bíll á ferð í Charleston í Suður-Karólínu. AP/Alex Brandon Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38