Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 08:00 Max Verstappen getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð, og sinn annan á ferlinum, ef allt gengur upp hjá kappanum um helgina. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira