Jón Spæjó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 1. október 2022 07:01 Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun