Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 11:26 Vilhjálmur hefur varið fjölmarga sem sætt hafa stífu eftirliti lögregluyfirvalda. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14