Hrútadagur á Raufarhöfn í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2022 12:30 Dagskrá dagsins er glæsileg á Raufarhöfn á Hrútadeginum 2022. Aðsend Fegurðarsamkeppni gimbra, hrútaþukl og stígvélakast er meðal þess, sem fer fram á Hrútadeginum, sem haldin er hátíðlegur á Raufarhöfn í dag. Hrútadagurinn á Raufarhöfn er alltaf haldin á haustin í þorpinu og byggist alltaf upp mikil stemming fyrir honum í samfélaginu nokkrum vikum áður. Á deginum koma bændur og búalið saman, ásamt gestum og bregða á leik. Dagskrá Hrútadagsins hefst klukkan tvö á eftir og stendur fram eftir degi í Faxahöllinni, sem er reiðhöll rétt fyrir utan Raufarhöfn. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er hrútadagsstjóri. „Hrútadagur er bara mjög skemmtilegur dagur, sem við höldum einu sinni á ári og hann verður bara stórglæsilegur í ár. Þá koma bændur og selja afurðirnar sínar og þú getur komið og keypt þér hrút ef þú ert með tilskilin leyfi til þess og keypt þér allskonar varning í sölubásunum hjá okkur og bara komið og hitt fólk og skemmt þér“, segir Ingibjörg. Og fegurðarsamkeppni verður haldin á Hrútadeginum. „Já, það er fegurðarsamkeppni gimbra. Krakkarnir skreyta gimbrarnar sínar og svo er kosning um það hver er með fallegustu gimbrina.“ Hrútaþukl verður líka í gangi í dag eða hvað? „Já, já, það er náttúrulega verið að velja skrokkgæða besta hrútinn og það er Búvís bikar, sem fylgir honum, það er mikill heiður fyrir þann, sem hreppir þau verðlaun,“ segir Ingibjörg. Hrútadagurinn er alltaf mjög vinsæll á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingibjörg segir að það sé alltaf mikil þátttaka í Hrútadeginum. „Það er bara mjög góð þátttaka. Við erum að fá svona 500 til 700 manns yfirleitt í húsið yfir daginn, sem verður að teljast mjög gott í 200 manna þorpi,“ segir Ingibjörg. Allar nánari upplýsingar um daginn má finna hér Allar nánari upplýsingar um daginn má finna hér Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hrútadagurinn á Raufarhöfn er alltaf haldin á haustin í þorpinu og byggist alltaf upp mikil stemming fyrir honum í samfélaginu nokkrum vikum áður. Á deginum koma bændur og búalið saman, ásamt gestum og bregða á leik. Dagskrá Hrútadagsins hefst klukkan tvö á eftir og stendur fram eftir degi í Faxahöllinni, sem er reiðhöll rétt fyrir utan Raufarhöfn. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er hrútadagsstjóri. „Hrútadagur er bara mjög skemmtilegur dagur, sem við höldum einu sinni á ári og hann verður bara stórglæsilegur í ár. Þá koma bændur og selja afurðirnar sínar og þú getur komið og keypt þér hrút ef þú ert með tilskilin leyfi til þess og keypt þér allskonar varning í sölubásunum hjá okkur og bara komið og hitt fólk og skemmt þér“, segir Ingibjörg. Og fegurðarsamkeppni verður haldin á Hrútadeginum. „Já, það er fegurðarsamkeppni gimbra. Krakkarnir skreyta gimbrarnar sínar og svo er kosning um það hver er með fallegustu gimbrina.“ Hrútaþukl verður líka í gangi í dag eða hvað? „Já, já, það er náttúrulega verið að velja skrokkgæða besta hrútinn og það er Búvís bikar, sem fylgir honum, það er mikill heiður fyrir þann, sem hreppir þau verðlaun,“ segir Ingibjörg. Hrútadagurinn er alltaf mjög vinsæll á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingibjörg segir að það sé alltaf mikil þátttaka í Hrútadeginum. „Það er bara mjög góð þátttaka. Við erum að fá svona 500 til 700 manns yfirleitt í húsið yfir daginn, sem verður að teljast mjög gott í 200 manna þorpi,“ segir Ingibjörg. Allar nánari upplýsingar um daginn má finna hér Allar nánari upplýsingar um daginn má finna hér
Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira