Tua var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í gærnótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.
Nú í kvöld fullyrðir ESPN fréttastofan að læknirinn sem ber ábyrgð á því að hafa gefið Miami Dolphins grænt ljós á að spila Tagovailoa hafi verið sagt upp störfum í kjölfar nokkurra mistaka í tengslum við málið.
Vinnubrögð deildarinnar í tengslum við höfuðhögg hafa ítrekað verið gagnrýnd og hefur sú gagnrýni margfaldast eftir atvikið með Tua.
The unaffiliated neurotrauma consultant involved in clearing Dolphins QB Tua Tagovailoa during Sunday's game against the Bills has been fired after it was found he made "several mistakes" in his evaluation, according to ESPN and multiple reports.
— ESPN (@espn) October 1, 2022
More: https://t.co/dbLlvWGQAU pic.twitter.com/PormVRdxpI