Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 16:48 Sergio Perez fagnaði sigri í Singapúr í dag. Edmond So/Eurasia Sport Images/Getty Images Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin. Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi. Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi.
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira