Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:21 Kwarteng og Truss á ársþingi Íhaldsflokksins. AP/Stefan Rousseau Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það. Bretland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það.
Bretland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira