Líkur á innflæði gjaldeyris vegna vaxtamunarviðskipta hafa aukist
![Skammtímavaxtamunur Íslands við evrusvæðið hefur rokið upp að undanförnu og ekki verið hærri frá árinu 2016.](https://www.visir.is/i/95CD6C26680FCA5C41AD5AD4BAE38C5BE66B243DC5295281A3F1ED1F8645D61A_713x0.jpg)
Vaxtamunur Íslands við útlönd, einkum til skamms tíma, hefur aukist talsvert á árinu samhliða því að Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti sína nokkru meira en í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8136589EE2BD18F65FC2D2A0E7D22756761A30325C173D3332E35E919887AE60_308x200.jpg)
Talað í kross í peningastefnunefnd
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.