Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 12:46 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt skikkju sem hetja úr hverju hverfi fær afhenta, Aðsent Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær. Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær.
Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira