Frá þessu greindi Austurfrétt í gær og fékk staðfestingu hjá Guðjóni Haukssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Samkvæmt Austurfrétt sagði Guðjón í sumar að endrum og sinnum kæmi upp sú staða að ekki tækist að manna fæðingardeildina. Tæknilega séð væri hún aldrei lokuð en ákveðinn fjöldi sérfræðinga þyrfti að vera til staðar öryggisins vegna og þegar þá vantaði væru konur sendar annað.
Í júlí hefðu nokkrar nokkrar konur þurft að ferðast til Akureyrar til að eignast börn sín vegna manneklu í Neskaupstað. Þá reyndist sjúkrahótelið í bænum hins vegar uppbókað. Sú staða ætti hins vegar ekki að koma upp nú þegar dregið hefur úr ferðamannastraumnum.