Sænska vísindaakademían tilkynnti um nýjan Nóbelsverðlaunahafa á fréttamannafundi í morgun. Eðlisfræðingarnir frá verðlaunin „fyrir tilraunir sínar með samtengdar ljóseindir (skammtaflækjur) sem brjóta í bága við ójöfnur Bells og leggja grunninn að skammtaupplýsingafræði.“
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 4, 2022
The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2022 #NobelPrize in Physics to Alain Aspect, John F. Clauser and Anton Zeilinger. pic.twitter.com/RI4CJv6JhZ
Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á síðasta ári fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni. Tilkynnt var um nýjan Nóbelsverðlaunahafa í lífefna- og læknisfræði í gær og var það sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022
- Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
- Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Fréttin verður uppfærð.