Hefja gjaldtöku vegna bíla sem standa óhreyfðir dögum saman Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2022 08:00 Miðjan á Hellu. Langtímabílastæðin sem um ræðir eru lengst til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm Rangárþing ytra hyggst hefja gjaldtöku á langtímabílastæðum við verslunar- og skrifstofukjarnann Miðjuna á Hellu á næsta ári. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan. Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan.
Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira