MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 22:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta. Vísir/Arnar Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn. Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn.
Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00