Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 21:19 Napoli vann öruggan sigur í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira