Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 16:37 Britain's Prime Minister Liz Truss makes a speech at the Conservative Party conference at the ICC in Birmingham, England, Wednesday, Oct. 5, 2022. (AP Photo/Kirsty Wigglesworth) AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022 Bretland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022
Bretland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira