Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 22:54 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis. vísir Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira