„Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2022 21:01 Fjöldi nemenda safnaðist saman fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast úrbóta í viðbrögðum við slíkum málum. Vísir/Egill Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé af slíkum málum sem upp koma innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um landið. Klukkan ellefu í morgun yfirgaf fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð kennslustofur og safnaðist hópurinn saman fyrir utan skólann. Þangað dreif líka að nemendur úr öðrum framhaldsskólum. Fyrir utan skólann kynnti aðgerðahópur kröfugerð með tillögum um hvernig taka eigi á málum sem þessum. „Á mánudaginn byrjaði þessi svokallaða klósettbylting okkar og eftir það þá komum við nemendurnir saman og sömdum lista af kröfum sem að við viljum koma áfram til þess að breyta viðbragðsáætlun allra skóla á kynferðisafbrotamálum. Kröfur okkar byggjast á því að skólar eiga að takast á við kynferðisbrot af sömu alvöru ef ekki meiri alvöru heldur en önnur ofbeldisbrot,“ sagði Agla Elín Davíðsdóttir nemandi við MH í dag og einn ræðumanna. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum þegar mest var en hópurinn krefst þess meðal annars að meintum gerendum sé vikið úr staðnámi þegar kæra kemur fram um kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur og tekið sé mark á þeim. Reynt hefur verið að þagga niður í þolendum allt of lengi og við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður Bartels nemandi við MH sem einnig hélt ræðu í dag. Ásmundur Daðason mennta- og barnamálaráðherra mætti en vinna stendur yfir við drög að viðbragðsáætlunum í málum sem þessum. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ segir Ásmundur. Mótmælt var víðar um land en framhaldsskólanemendur á Akureyri söfnuðust til að mynda saman í Lystigarðinum en margir lögðu áherslu á mikilvægi þess að sýna þolendum stuðning. Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Klukkan ellefu í morgun yfirgaf fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð kennslustofur og safnaðist hópurinn saman fyrir utan skólann. Þangað dreif líka að nemendur úr öðrum framhaldsskólum. Fyrir utan skólann kynnti aðgerðahópur kröfugerð með tillögum um hvernig taka eigi á málum sem þessum. „Á mánudaginn byrjaði þessi svokallaða klósettbylting okkar og eftir það þá komum við nemendurnir saman og sömdum lista af kröfum sem að við viljum koma áfram til þess að breyta viðbragðsáætlun allra skóla á kynferðisafbrotamálum. Kröfur okkar byggjast á því að skólar eiga að takast á við kynferðisbrot af sömu alvöru ef ekki meiri alvöru heldur en önnur ofbeldisbrot,“ sagði Agla Elín Davíðsdóttir nemandi við MH í dag og einn ræðumanna. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum þegar mest var en hópurinn krefst þess meðal annars að meintum gerendum sé vikið úr staðnámi þegar kæra kemur fram um kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur og tekið sé mark á þeim. Reynt hefur verið að þagga niður í þolendum allt of lengi og við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður Bartels nemandi við MH sem einnig hélt ræðu í dag. Ásmundur Daðason mennta- og barnamálaráðherra mætti en vinna stendur yfir við drög að viðbragðsáætlunum í málum sem þessum. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ segir Ásmundur. Mótmælt var víðar um land en framhaldsskólanemendur á Akureyri söfnuðust til að mynda saman í Lystigarðinum en margir lögðu áherslu á mikilvægi þess að sýna þolendum stuðning.
Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01
Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01
Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53
Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47
Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00