„Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2022 21:01 Fjöldi nemenda safnaðist saman fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast úrbóta í viðbrögðum við slíkum málum. Vísir/Egill Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé af slíkum málum sem upp koma innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um landið. Klukkan ellefu í morgun yfirgaf fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð kennslustofur og safnaðist hópurinn saman fyrir utan skólann. Þangað dreif líka að nemendur úr öðrum framhaldsskólum. Fyrir utan skólann kynnti aðgerðahópur kröfugerð með tillögum um hvernig taka eigi á málum sem þessum. „Á mánudaginn byrjaði þessi svokallaða klósettbylting okkar og eftir það þá komum við nemendurnir saman og sömdum lista af kröfum sem að við viljum koma áfram til þess að breyta viðbragðsáætlun allra skóla á kynferðisafbrotamálum. Kröfur okkar byggjast á því að skólar eiga að takast á við kynferðisbrot af sömu alvöru ef ekki meiri alvöru heldur en önnur ofbeldisbrot,“ sagði Agla Elín Davíðsdóttir nemandi við MH í dag og einn ræðumanna. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum þegar mest var en hópurinn krefst þess meðal annars að meintum gerendum sé vikið úr staðnámi þegar kæra kemur fram um kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur og tekið sé mark á þeim. Reynt hefur verið að þagga niður í þolendum allt of lengi og við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður Bartels nemandi við MH sem einnig hélt ræðu í dag. Ásmundur Daðason mennta- og barnamálaráðherra mætti en vinna stendur yfir við drög að viðbragðsáætlunum í málum sem þessum. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ segir Ásmundur. Mótmælt var víðar um land en framhaldsskólanemendur á Akureyri söfnuðust til að mynda saman í Lystigarðinum en margir lögðu áherslu á mikilvægi þess að sýna þolendum stuðning. Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Klukkan ellefu í morgun yfirgaf fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð kennslustofur og safnaðist hópurinn saman fyrir utan skólann. Þangað dreif líka að nemendur úr öðrum framhaldsskólum. Fyrir utan skólann kynnti aðgerðahópur kröfugerð með tillögum um hvernig taka eigi á málum sem þessum. „Á mánudaginn byrjaði þessi svokallaða klósettbylting okkar og eftir það þá komum við nemendurnir saman og sömdum lista af kröfum sem að við viljum koma áfram til þess að breyta viðbragðsáætlun allra skóla á kynferðisafbrotamálum. Kröfur okkar byggjast á því að skólar eiga að takast á við kynferðisbrot af sömu alvöru ef ekki meiri alvöru heldur en önnur ofbeldisbrot,“ sagði Agla Elín Davíðsdóttir nemandi við MH í dag og einn ræðumanna. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum þegar mest var en hópurinn krefst þess meðal annars að meintum gerendum sé vikið úr staðnámi þegar kæra kemur fram um kynferðisbrot. „Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur og tekið sé mark á þeim. Reynt hefur verið að þagga niður í þolendum allt of lengi og við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður Bartels nemandi við MH sem einnig hélt ræðu í dag. Ásmundur Daðason mennta- og barnamálaráðherra mætti en vinna stendur yfir við drög að viðbragðsáætlunum í málum sem þessum. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ segir Ásmundur. Mótmælt var víðar um land en framhaldsskólanemendur á Akureyri söfnuðust til að mynda saman í Lystigarðinum en margir lögðu áherslu á mikilvægi þess að sýna þolendum stuðning.
Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01
Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01
Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53
Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47
Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00