Krefjast þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 08:31 Tveir ljósabekkir eru í boði fyrir viðskiptavini Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ vilja hins vegar ekki að svo verði áfram. Íþróttamiðstöðin í Garði Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hafa krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Gjaldskrárliðurinn „Ljósabekkir“ skuli þannig verða tekinn út úr gjaldskrá sveitarfélagsins. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns. Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns.
Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50
Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04