„Það skiptir ekki máli hversu vinalegir leikstjórarnir eru. Allt þetta fólk, sem ég hef margsinnis unnið með, þau hafa öll boðið honum hlutverkin fyrst,“ segir hann. „Það var manneskja sem virkilega sagði mér það. Svo takk Leo því bókstaflega, hann fær að velja allt sem hann gerir. Það er frábært fyrir hann, hann er stórkostlegur.“
Bale segist ekki taka því persónulega og segist þakklátur að fá verkefni yfirhöfuð. „Ég get ekki gert það sem hann gerir,“ segir hann og hrósar DiCaprio. Bale sló í gegn í myndinni American Psycho árið 2000 eftir að DiCaprio hafnaði hlutverkinu.