Englabarnið Guðjón Ari Logason Ragnars skrifar 7. október 2022 10:30 Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar