Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 11:57 Mæting í Höllina hefur verið þokkaleg síðustu daga. Vísir/Sigurjón Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú. Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18
Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31