Innlent

Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Friðsæl athöfn fer undir venjulegum kringumstæðum fram í Viðey samhliða tendruninni. 
Friðsæl athöfn fer undir venjulegum kringumstæðum fram í Viðey samhliða tendruninni.  Höfuðborgarstofa

Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.  

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg verður enginn viðburður vegna tendrun Friðarsúlunnar í Viðey á sunnudag, á afmælisdegi tónlistarmannsins John Lennon, en gul viðvörun verður þá í gildi. 

Ákvörðunin var tekin í samráði við þá sem að viðburðinum koma auk Veðurstofunnar en Friðarsúlan er hugarfóstur friðarsinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. 

Ferjuferðum hefur verið aflýst á sunnudag en að sögn borgarinnar telur Elding, fyrirtækið sem sér um ferjuferðir út í Viðey, vindáttina mjög óhagstæða til siglinga yfir sundið. 

Hægt verður þó að fylgjast með tendruninni í beinu streymi á heimasíðu Imagine Peace Tower


Tengdar fréttir

Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn

Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×