Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. október 2022 07:02 Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun