Sjöhundraðasta mark Ronaldo tryggði Man Utd endurkomusigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. október 2022 19:52 Marki númer 700 fagnað. vísir/Getty Manchester United heimsótti Everton í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og vonaðist til að svara skellinum gegn Man City á góðan hátt. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Erik Ten Hag þegar Alex Iwobi náði forystunni fyrir heimamenn strax á 5.mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti utan vítateigs eftir að Casemiro hafði tapað boltanum á klaufalegan hátt á miðjum vellinum. Gestirnir voru fljótir að svara því brasilíski sóknarmaðurinn Antony skoraði laglegt mark á 15.mínútu. Eftir hálftíma leik kom Cristiano Ronaldo inn af bekknum vegna meiðsla Anthony Martial og portúgalski markahrókurinn átti eftir að reynast örlagavaldurinn. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Ronaldo góða sendingu í gegnum vörn Everton frá Casemiro og kláraði Portúgalinn færið vel og kom Man Utd í forystu. Þetta var sjöhundraðasta mark kappans á frábærum ferli. Ekkert löglegt mark var skorað í síðari hálfleik og 1-2 sigur Man Utd staðreynd. Lyftir liðið sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar. Enski boltinn
Manchester United heimsótti Everton í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og vonaðist til að svara skellinum gegn Man City á góðan hátt. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Erik Ten Hag þegar Alex Iwobi náði forystunni fyrir heimamenn strax á 5.mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti utan vítateigs eftir að Casemiro hafði tapað boltanum á klaufalegan hátt á miðjum vellinum. Gestirnir voru fljótir að svara því brasilíski sóknarmaðurinn Antony skoraði laglegt mark á 15.mínútu. Eftir hálftíma leik kom Cristiano Ronaldo inn af bekknum vegna meiðsla Anthony Martial og portúgalski markahrókurinn átti eftir að reynast örlagavaldurinn. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Ronaldo góða sendingu í gegnum vörn Everton frá Casemiro og kláraði Portúgalinn færið vel og kom Man Utd í forystu. Þetta var sjöhundraðasta mark kappans á frábærum ferli. Ekkert löglegt mark var skorað í síðari hálfleik og 1-2 sigur Man Utd staðreynd. Lyftir liðið sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar.