Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 7. október 2022 17:03 Starfsfólk Krónunnar á Granda neyddist til að loka búðinni þegar ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Vísir/Snorri Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14
Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34