Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 23:00 Snáðinn steinsvaf þegar fréttastofa leit við á fæðingardeildinni í dag. Einn daginn fær hann að heimsækja Ísland á ný. Annað er varla í boði þegar maður ber íslenskt millinafn. vísir/einar Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle. Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle.
Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira