Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 09:05 Reykvíkingar hafa lagt til að reistar verði styttur af Vigdísi Finnbogadóttur, górillunni Harambe, knattspyrnukappanum Robert Lewandowski og listamanninum Ye. Vísir Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. Hugmyndasamkeppnin Hverfið mitt er tækifæri til íbúa borgarinnar til að hafa áhrif á uppbyggingu í hverfinu. Þegar hugmyndir eru komnar fram er valið milli tuttugu og fimm hugmynda, sem hverfisíbúar fá svo að velja á milli. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til 27. október en samkvæmt tilkynningu sem barst frá borginni í lok síðasta mánaðar voru á sjötta hundrað hugmynda komnar fram. Á annan tug þeirra hugmynda eru styttur, af hinum ýmsu fígúrum. Vesturbæingar styttuglaðir Hugmyndin að styttu til heiðurs Ye, eða Kanye West eins og hann hét áður, fyrir utan Vesturbæjarlaug er ekki ný hugmynd. Hugmyndin var fyrst send inn árið 2020 við góðar undirtektir en fékk ekki framgang hjá borginni þrátt fyrir miklar vinsældir. Nú hefur hugmyndasmiðurinn Aron Kristinn Jónasson lagt hugmyndina fram aftur en hann ræddi svikin í Íslandi í dag í vikunni. Einhver helstu rökin gegn því að reisa styttu af bandaríska listamanninum Ye eru jú að hann er erlendur listamaður. Hvað kemur hann eiginlega Íslandi við, hvað þá Vesturbænum? En aðrir Vesturbæingar hafa kannski gripið í aðeins nærtækara dæmi. Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Lagt hefur verið til að stytta af forsetanum fyrrverandi verði reist, að minnsta lagi í fullri líkamsstærð, við Veröld - Hús Vigdísar. Hugmyndin er kannski ekki alveg eins og vinsæl og Ye-hugmyndin. 350 hafa lýst yfir stuðningi við að stytta af Ye verði reist en aðeins sextán eru hlynntir Vigdísarstyttu. Alla vega í bili. Vesturbæingar eru greinilega styttuglaður þjóðflokkur því enn ein tillagan er komin fram í því hverfi. Lýsingin á styttunni, eða skiltinu hefst svona: „Stórt upplýst skilti með orðunum VELKOMINN Í VESTURBÆINN staðsett á torginu fyrir framan Þjóðminjasafnið.“ Í raun er um að ræða skilti og styttu því að hugmyndasmiðurinn vill láta reisa styttu á miðju torginu með knattspyrnumanni eða konu í leik og merki KR á sjálfu skiltinu. En snúum okkur að öðru hverfi, því Vesturbæingar eru ekki einir um að vilja styttu í nærumhverfið. Miðborgarbúi hefur lagt til að reist verði höggmynd af Leifi Hreggviðssyni á stein við Reykjavíkurtjörn. Hver er Leifur spyrjið þið? Hann er viðskiptafræðingur sem starfaði hjá Viðskiptaráði og Arion banka um tíma en er nú búsettur í Kaupmannahöfn. „Verkið myndi bera heitið „Stóri hafherrann“. Þannig háttar til að Leifur er búsettur í Kaupmannahöfn, þar sem „Litla hafmeyjan“ svonefnda hvílir á steini. Stytta af hafherranum myndi því kallast fallega á við þá dönsku og efla enn frekar sterk menningartengsl Íslands og Danmerkur.“ Froskur, knattspyrnukappi og Tate Styttugleðin er ekki bundin við Vesturhluta borgarinnar. Ó nei. Kermit the frog, froskurinn frægi, á að rísa við Krónuna í Árbæ ef hverfisbúi fær sínu framgengt. „Ég held að þau ættu að setja styttu af Kermit the frog við hliðina á Krónunni, það er soldið leiðinlegt að labba í Krónuna og sjá ekki Kermit the frog styttu standandi,“ segir í röksemdafærslunni. Kermit er ekki einn um vinsældir í Árbæ og Norðingaholti. Einhverjir vilja styttu af hinum umdeilda Andrew Tate við Krókavað. Fram kemur í lýsingunni að „hinn stórmerkilegi“ Tate hafi nýlega verið „ranglega myrtur á stærstu samfélagsmiðlum heims.“ Hugmyndahöfund langi að halda ímynd hans uppi svo hann geti haft jákvæð áhrif á börn. Vísir hefur fjallað ítarlega um TAte og brottrekstur hans af samfélagsmiðlum. Enn önnur styttubeiðnin í Norðlingaholti og Árbæ er að reist verði stytta af Gumma Magg við Fylkisvöllinn þar sem „gummi er geitin.“ „Sem maður sem býr í Árbænum og heldur klárlega með Fylki er þetta geðveik hugmynd.“ Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal halda sig við fótboltamennina og krefjast þess að stytta af knattspyrnumanninum Robert Lewandowski verði reist við Dalslaug. Beiðnin er ekki flóknari en það. Harambe og hlutverkaleikur í Grafarvogi Íbúar í Grafarvogi eru æstir í að stytta af górillunni Harambe verði reist í hverfinu. Eins og frægt er var górillan Harambe skotinn til bana árið 2016 í dýragarðinum í Cincinnati þar sem honum var haldið. Þriggja ára gamall drengur hafði fallið ofan í vistarverur Harambe og dýragarðsstarfsmaður, sem hræddist um líf drengsins, skaut Harambe. Aðrir hafa lagt til að stytta af persónunum í hlutverkaleiknum Among Us verði reist í Grafarvogi. Hugmyndasmiðurinn leggur til að blái Among Us karakterinn verði heiðraður. Vilja heiðra minningu Svavars Péturs Íbúar í Laugardal hafa lagt til að minning listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar verði heiðruð með styttu af honum í hverfinu. Hugmyndasmiðurinn segir ekki skipta máli hvar styttan verði reist. Svavar Pétur, sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló lést 29. september síðastliðinn 45 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Hann tókst á við veikindin með æðruleysi og jákvæðni að vopni, eins og hann ræddi í Íslandi í dag í nóvember síðastliðnum. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Hugmyndasamkeppnin Hverfið mitt er tækifæri til íbúa borgarinnar til að hafa áhrif á uppbyggingu í hverfinu. Þegar hugmyndir eru komnar fram er valið milli tuttugu og fimm hugmynda, sem hverfisíbúar fá svo að velja á milli. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til 27. október en samkvæmt tilkynningu sem barst frá borginni í lok síðasta mánaðar voru á sjötta hundrað hugmynda komnar fram. Á annan tug þeirra hugmynda eru styttur, af hinum ýmsu fígúrum. Vesturbæingar styttuglaðir Hugmyndin að styttu til heiðurs Ye, eða Kanye West eins og hann hét áður, fyrir utan Vesturbæjarlaug er ekki ný hugmynd. Hugmyndin var fyrst send inn árið 2020 við góðar undirtektir en fékk ekki framgang hjá borginni þrátt fyrir miklar vinsældir. Nú hefur hugmyndasmiðurinn Aron Kristinn Jónasson lagt hugmyndina fram aftur en hann ræddi svikin í Íslandi í dag í vikunni. Einhver helstu rökin gegn því að reisa styttu af bandaríska listamanninum Ye eru jú að hann er erlendur listamaður. Hvað kemur hann eiginlega Íslandi við, hvað þá Vesturbænum? En aðrir Vesturbæingar hafa kannski gripið í aðeins nærtækara dæmi. Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Lagt hefur verið til að stytta af forsetanum fyrrverandi verði reist, að minnsta lagi í fullri líkamsstærð, við Veröld - Hús Vigdísar. Hugmyndin er kannski ekki alveg eins og vinsæl og Ye-hugmyndin. 350 hafa lýst yfir stuðningi við að stytta af Ye verði reist en aðeins sextán eru hlynntir Vigdísarstyttu. Alla vega í bili. Vesturbæingar eru greinilega styttuglaður þjóðflokkur því enn ein tillagan er komin fram í því hverfi. Lýsingin á styttunni, eða skiltinu hefst svona: „Stórt upplýst skilti með orðunum VELKOMINN Í VESTURBÆINN staðsett á torginu fyrir framan Þjóðminjasafnið.“ Í raun er um að ræða skilti og styttu því að hugmyndasmiðurinn vill láta reisa styttu á miðju torginu með knattspyrnumanni eða konu í leik og merki KR á sjálfu skiltinu. En snúum okkur að öðru hverfi, því Vesturbæingar eru ekki einir um að vilja styttu í nærumhverfið. Miðborgarbúi hefur lagt til að reist verði höggmynd af Leifi Hreggviðssyni á stein við Reykjavíkurtjörn. Hver er Leifur spyrjið þið? Hann er viðskiptafræðingur sem starfaði hjá Viðskiptaráði og Arion banka um tíma en er nú búsettur í Kaupmannahöfn. „Verkið myndi bera heitið „Stóri hafherrann“. Þannig háttar til að Leifur er búsettur í Kaupmannahöfn, þar sem „Litla hafmeyjan“ svonefnda hvílir á steini. Stytta af hafherranum myndi því kallast fallega á við þá dönsku og efla enn frekar sterk menningartengsl Íslands og Danmerkur.“ Froskur, knattspyrnukappi og Tate Styttugleðin er ekki bundin við Vesturhluta borgarinnar. Ó nei. Kermit the frog, froskurinn frægi, á að rísa við Krónuna í Árbæ ef hverfisbúi fær sínu framgengt. „Ég held að þau ættu að setja styttu af Kermit the frog við hliðina á Krónunni, það er soldið leiðinlegt að labba í Krónuna og sjá ekki Kermit the frog styttu standandi,“ segir í röksemdafærslunni. Kermit er ekki einn um vinsældir í Árbæ og Norðingaholti. Einhverjir vilja styttu af hinum umdeilda Andrew Tate við Krókavað. Fram kemur í lýsingunni að „hinn stórmerkilegi“ Tate hafi nýlega verið „ranglega myrtur á stærstu samfélagsmiðlum heims.“ Hugmyndahöfund langi að halda ímynd hans uppi svo hann geti haft jákvæð áhrif á börn. Vísir hefur fjallað ítarlega um TAte og brottrekstur hans af samfélagsmiðlum. Enn önnur styttubeiðnin í Norðlingaholti og Árbæ er að reist verði stytta af Gumma Magg við Fylkisvöllinn þar sem „gummi er geitin.“ „Sem maður sem býr í Árbænum og heldur klárlega með Fylki er þetta geðveik hugmynd.“ Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal halda sig við fótboltamennina og krefjast þess að stytta af knattspyrnumanninum Robert Lewandowski verði reist við Dalslaug. Beiðnin er ekki flóknari en það. Harambe og hlutverkaleikur í Grafarvogi Íbúar í Grafarvogi eru æstir í að stytta af górillunni Harambe verði reist í hverfinu. Eins og frægt er var górillan Harambe skotinn til bana árið 2016 í dýragarðinum í Cincinnati þar sem honum var haldið. Þriggja ára gamall drengur hafði fallið ofan í vistarverur Harambe og dýragarðsstarfsmaður, sem hræddist um líf drengsins, skaut Harambe. Aðrir hafa lagt til að stytta af persónunum í hlutverkaleiknum Among Us verði reist í Grafarvogi. Hugmyndasmiðurinn leggur til að blái Among Us karakterinn verði heiðraður. Vilja heiðra minningu Svavars Péturs Íbúar í Laugardal hafa lagt til að minning listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar verði heiðruð með styttu af honum í hverfinu. Hugmyndasmiðurinn segir ekki skipta máli hvar styttan verði reist. Svavar Pétur, sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló lést 29. september síðastliðinn 45 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Hann tókst á við veikindin með æðruleysi og jákvæðni að vopni, eins og hann ræddi í Íslandi í dag í nóvember síðastliðnum.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent