Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Allar spár um aftakaveður á Norðaustur- og Austurlandi í dag virðast ætla að ganga eftir. Rauðri viðvörun hefur einnig verið bætt við á Suðausturlandi og hættustigi almannavarna lýst yfir á þessum svæðum. Bóndi í Aðaldal segir veðrið vekja hjá sér ónot og minna á óveðrin 2019 og 2012. Við förum ítarlega yfir veðrið í hádegisfréttum.

Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims,  Focus Features, hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Við ræðum við Baltasar Kormák, leikstjóra.

Þá förum við yfir stöðuna í Úkraínu en minnst sautján voru drepnir í árásum á borgina Zaporizhzhia. 

Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana.

Og við kíkjum á ullarviku Suðurlands sem lýkur formlega í dag. Margir sauðfjárbændur segjast fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×