Van der Bellen endurkjörinn sem forseti Austurríkis Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 07:16 Hinn 78 ára Alexander Van der Bellen fagnaði í gærkvöldi en hann hefur gegnt forsetaembættinu frá í janúar 2017. AP Alexander Van der Bellen var endurkjörinn sem forseti Austurríkis í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá innanríkisráðuneyti landsins fékk van der Bellen hreinan meirihluta atkvæða, en sjö voru í framboði. Van der Bellen, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá árinu 2017, hlaut samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum 54,6 prósent atkvæða og verður því ekki þörf á síðari umferð. Hefði enginn fengið hreinan meirihluta í kosningunum í gær hefði verið kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Erlendir fréttaskýrendur hafa lýst Van der Bellen sem traustum leiðtoga á tímum þar sem Austurríkismenn glíma við hækkandi orkuverð og verðbólgu. Van der Bellen starfaði áður sem hagfræðiprófessor við Vínarháskóla en hann var um árabil leiðtogi Græningjaflokksins í Austurríki. Hann hefur þó ekki boðið sig fram til forseta undir merkjum Græningjaflokksins heldur sem óháður. Walter Rosenkranz, frambjóðandi hægriþjóðernisflokksins Frelsisflokksins, hlaut næstflest atkvæði í kosningunum í gær, eða 19,1 prósent atkvæða. Allir stærstu flokkar Austurríkis, að Frelsisflokknum, höfðu lýst yfir stuðningi við Van der Bellen með beinum eða óbeinum hætti. Hinn 35 ára pönkrokkari Dominik Wlazny, sem er stofnandi Bjórflokksins, hlaut um tíu prósent atkvæða í forsetakosningunum, en meðal baráttuefna hans er að koma upp bjórgosbrunni í miðborg Vínarborgar. Skipunartímabil forseta Austurríkis er sex ár, en embættið er að stærstum hluta valdalítið. Austurríki Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Van der Bellen, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá árinu 2017, hlaut samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum 54,6 prósent atkvæða og verður því ekki þörf á síðari umferð. Hefði enginn fengið hreinan meirihluta í kosningunum í gær hefði verið kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Erlendir fréttaskýrendur hafa lýst Van der Bellen sem traustum leiðtoga á tímum þar sem Austurríkismenn glíma við hækkandi orkuverð og verðbólgu. Van der Bellen starfaði áður sem hagfræðiprófessor við Vínarháskóla en hann var um árabil leiðtogi Græningjaflokksins í Austurríki. Hann hefur þó ekki boðið sig fram til forseta undir merkjum Græningjaflokksins heldur sem óháður. Walter Rosenkranz, frambjóðandi hægriþjóðernisflokksins Frelsisflokksins, hlaut næstflest atkvæði í kosningunum í gær, eða 19,1 prósent atkvæða. Allir stærstu flokkar Austurríkis, að Frelsisflokknum, höfðu lýst yfir stuðningi við Van der Bellen með beinum eða óbeinum hætti. Hinn 35 ára pönkrokkari Dominik Wlazny, sem er stofnandi Bjórflokksins, hlaut um tíu prósent atkvæða í forsetakosningunum, en meðal baráttuefna hans er að koma upp bjórgosbrunni í miðborg Vínarborgar. Skipunartímabil forseta Austurríkis er sex ár, en embættið er að stærstum hluta valdalítið.
Austurríki Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira