Lífið

Reisa 270 fermetra sumarhús við Stykkishólm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli fylgist með gríðarlega stóru verkefni.
Gulli fylgist með gríðarlega stóru verkefni.

Fjallað var um heljarinnar sumarhús í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlend hjón festu kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi.

Upphaflega stóð til að byggja lítið krúttlegt sumarhús en fljótlega fór þetta verkefni að vinda upp á sig og það ekkert smá.

Reisa átti húsið rétt fyrir utan Stykkishólm og er útsýnið á svæðinu lygilegt og yfir Breiðafjörðinn. Húsið er 270 fermetrar að stærð og byggt á steyptum súlum og klætt að utan með timbri og áli.

Húsið er nokkuð flókið í framkvæmd eins og farið er yfir í þættinum en umfjöllun um húsið verður í tveimur hlutum. Eins og fram kom í þættinum er húsið á steyptum súlum og því í smá hæð, til að útsýnið verði enn betra.

Eftir viku verður fjallað meira um húsið og þá tekur það á sig betri mynd en hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. 

Klippa: Reisa 270 fermetra sumarhús við Stykkishólm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.