Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Manndráp, óveður, ASÍ og Úkraína verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tveir sitja í gæsluvarðhaldi eftir að kona á sextugsaldri fannst látin í bifreið í Laugardal á laugardagsmorgun. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem lögregla fær til rannsóknar á sex vikum.

Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun. Forsetar Úkraínu og Rússlands saka hvor annan um hryðjuverk.

Tvær fylkingar takast á á þingi ASÍ sem hófst í dag en settur forseti sambandsins vonast eftir sáttum fyrir komandi kjaraviðræður.

Góður undirbúningur og samstarfsfús almenningur urðu til þess að verkefni björgunarsveita urðu ekki fleiri en raun bar vitni í óveðrinu um helgina.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×