Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 11:20 Harvey Weinstein í réttarsal í Los Angeles í síðustu viku. AP/Etienne Laurent Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43