Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Lilja Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2022 08:31 Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? Sumar þessara kvenna, sem eiga það sameiginlegt að vera með endómetríósu, hafa notið stuðnings fjölskyldu sinnar við fjármögnun aðgerða. Einhverjar eiga vinahópa sem lagt hafa í púkk, íþróttafélög hafa safnað fé fyrir fáeinar og dæmi er um að efnt hafi verið til sölu listaverka til að standa straum af kostnaði við aðgerð vegna sjúkdómsins. Enn aðrar borga sínar aðgerðir með raðgreiðslum. Á sama tíma bíður fjöldinn allur af konum eftir því að reglunum verði breytt í þeirri von að þær geti sótt nauðsynlega læknisþjónustu. Margar hafa engin ráð til að greiða á bilinu 700 til 1.250 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir læknisþjónustu, þær konur bíða áfram. Sumar þessara kvenna búa raunar við takmarkaða starfsgetu og skert lífsgæði og það er nöturleg staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer eftir efnahag, í það minnsta ef þú ert með endómetríósu. Samtök um endómetríósu birta í dag lista með upplýsingum um fjörutíu konur sem skrifuðu undir yfirlýsingu um að leyfa birtingu á nafni, aldri og greiddri upphæð opinberlega. Þær stíga fram til að undirstrika að á bak við tölurnar eru manneskjur. Þetta eru konur sem hafa neitað að bíða lengur á biðlistum hins almenna heilbrigðiskerfis eða telja sig hafa fengið ófullnægjandi þjónustu innan þess. Þær hafa því nauðugar leitað annað. Er þetta ásættanlegt? Alexandra Einarsdóttir 33 ára 820.000 kr. Þórunn Birna Guðmundsdóttir 23 ára 700.000 kr. Særós Stefánsdóttir 28 ára 700.000 kr. Ásdís Elín Jónsdóttir 30 ára 700.000 kr. Agnes Þrastardóttir 40 ára 700.000 kr. Inga Jóna Óskarsdóttir 58 ára 700.000 kr. María Dís Ólafsdóttir 27 ára 852.367 kr. Helga Finnsdóttir 37 ára 700.000 kr. Sonja Noack 36 ára 1.200.000 kr. Sigurlaug Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Heiðrún Heiðarsdóttir 34 ára 700.000 kr. Steinunn Birta Ólafsdóttir 20 ára 700.000 kr. Tinna Helgadóttir 31 ára 700.000 kr. Sóley Eyþórsdóttir 30 ára 726.000 kr. Erna Rut Sigurðardóttir 26 ára 820.000 kr. Oddný Jónsdóttir 35 ára 1.200.000 kr. Eyrún Telma Jónsdóttir 29 ára 1.200.000 kr. Alexandra Ýrr Pálsdóttir 31 ára 723.000 kr. Rannveig Hlín Jóhannesdóttir 23 ára 700.000 kr. Sandra Ósk Hólm Sigurðardóttir 27 ára 795.480 kr. Kristrún Ósk Huldudóttir 31 ára 1.250.000 kr. Sara Katrín Ragnheiðardóttir 25 ára 700.000 kr. Agla Sól Pétursdóttir 26 ára 700.000 kr. Fríða Björk Birkisdóttir 37 ára 820.000 kr. Móna Lind Kristinsdóttir 31 ára 700.000 kr. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir 64 ára 800.000 kr. Hafdís Houmoller Einarsdóttir 25 ára 700.000 kr. Helena Rut Arnarsdóttir 24 ára 700.000 kr. Katrín Erla Erlingsdóttir 34 1.200.000 kr. Guðný Jónsdóttir 39 ára 1.200.000 kr. Telma Björk Helgadóttir 30 ára 1.230.000 kr. Ólína L. Sveinsdóttir 44 ára 1.200.000 kr. Sigríður Halla Magnúsdóttir 41 ára 1.200.000 kr. Linda Björk Ólafsdóttir 54 ára 700.000 kr. Lilja Kristjánsdóttir 32 ára 700.000 kr. Rebekka Maren Þórarinsdóttir 34 ára 1.200.000 kr. Heiða Sigurbergsdóttir 47 ára 700.000 kr. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir 32 ára 700.000 kr. Steinunn Vala Arnarsdóttir 23 ára 700.000 kr. Guðný Sigurðardóttir 22 ára 700.000 kr. Sigrún Amina Wone 25 ára 700.000 kr. Gabriela Krista Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Samtals: 34.486.847 kr. Að meðaltali: 862.171 kr. Áætlaður kostnaður fyrir 124 konur = 106.909.204 kr Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? Sumar þessara kvenna, sem eiga það sameiginlegt að vera með endómetríósu, hafa notið stuðnings fjölskyldu sinnar við fjármögnun aðgerða. Einhverjar eiga vinahópa sem lagt hafa í púkk, íþróttafélög hafa safnað fé fyrir fáeinar og dæmi er um að efnt hafi verið til sölu listaverka til að standa straum af kostnaði við aðgerð vegna sjúkdómsins. Enn aðrar borga sínar aðgerðir með raðgreiðslum. Á sama tíma bíður fjöldinn allur af konum eftir því að reglunum verði breytt í þeirri von að þær geti sótt nauðsynlega læknisþjónustu. Margar hafa engin ráð til að greiða á bilinu 700 til 1.250 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir læknisþjónustu, þær konur bíða áfram. Sumar þessara kvenna búa raunar við takmarkaða starfsgetu og skert lífsgæði og það er nöturleg staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer eftir efnahag, í það minnsta ef þú ert með endómetríósu. Samtök um endómetríósu birta í dag lista með upplýsingum um fjörutíu konur sem skrifuðu undir yfirlýsingu um að leyfa birtingu á nafni, aldri og greiddri upphæð opinberlega. Þær stíga fram til að undirstrika að á bak við tölurnar eru manneskjur. Þetta eru konur sem hafa neitað að bíða lengur á biðlistum hins almenna heilbrigðiskerfis eða telja sig hafa fengið ófullnægjandi þjónustu innan þess. Þær hafa því nauðugar leitað annað. Er þetta ásættanlegt? Alexandra Einarsdóttir 33 ára 820.000 kr. Þórunn Birna Guðmundsdóttir 23 ára 700.000 kr. Særós Stefánsdóttir 28 ára 700.000 kr. Ásdís Elín Jónsdóttir 30 ára 700.000 kr. Agnes Þrastardóttir 40 ára 700.000 kr. Inga Jóna Óskarsdóttir 58 ára 700.000 kr. María Dís Ólafsdóttir 27 ára 852.367 kr. Helga Finnsdóttir 37 ára 700.000 kr. Sonja Noack 36 ára 1.200.000 kr. Sigurlaug Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Heiðrún Heiðarsdóttir 34 ára 700.000 kr. Steinunn Birta Ólafsdóttir 20 ára 700.000 kr. Tinna Helgadóttir 31 ára 700.000 kr. Sóley Eyþórsdóttir 30 ára 726.000 kr. Erna Rut Sigurðardóttir 26 ára 820.000 kr. Oddný Jónsdóttir 35 ára 1.200.000 kr. Eyrún Telma Jónsdóttir 29 ára 1.200.000 kr. Alexandra Ýrr Pálsdóttir 31 ára 723.000 kr. Rannveig Hlín Jóhannesdóttir 23 ára 700.000 kr. Sandra Ósk Hólm Sigurðardóttir 27 ára 795.480 kr. Kristrún Ósk Huldudóttir 31 ára 1.250.000 kr. Sara Katrín Ragnheiðardóttir 25 ára 700.000 kr. Agla Sól Pétursdóttir 26 ára 700.000 kr. Fríða Björk Birkisdóttir 37 ára 820.000 kr. Móna Lind Kristinsdóttir 31 ára 700.000 kr. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir 64 ára 800.000 kr. Hafdís Houmoller Einarsdóttir 25 ára 700.000 kr. Helena Rut Arnarsdóttir 24 ára 700.000 kr. Katrín Erla Erlingsdóttir 34 1.200.000 kr. Guðný Jónsdóttir 39 ára 1.200.000 kr. Telma Björk Helgadóttir 30 ára 1.230.000 kr. Ólína L. Sveinsdóttir 44 ára 1.200.000 kr. Sigríður Halla Magnúsdóttir 41 ára 1.200.000 kr. Linda Björk Ólafsdóttir 54 ára 700.000 kr. Lilja Kristjánsdóttir 32 ára 700.000 kr. Rebekka Maren Þórarinsdóttir 34 ára 1.200.000 kr. Heiða Sigurbergsdóttir 47 ára 700.000 kr. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir 32 ára 700.000 kr. Steinunn Vala Arnarsdóttir 23 ára 700.000 kr. Guðný Sigurðardóttir 22 ára 700.000 kr. Sigrún Amina Wone 25 ára 700.000 kr. Gabriela Krista Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Samtals: 34.486.847 kr. Að meðaltali: 862.171 kr. Áætlaður kostnaður fyrir 124 konur = 106.909.204 kr Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun