Phoenix vill verða fyrsti varaforseti ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 09:05 Phoenix hefur boðið sig fram sem fyrsti varaforseti ASÍ. Vísir Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu. Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05