Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira