Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira