Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 19:00 Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns hélt erindi í dag á málþingi um nikótín og heilsu. Vísir/Egill Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. Nikótínpúðar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á allra síðustu árum. Sífellt fleiri nota púðana en notkun þeirra og áhrifin á munnholið var á meðal þess sem rætt var á málþingi í dag um nikótín og heilsu. Tannlæknar hér á landi eru farnir að sjá merki þess að fólk sé að nota púðana. „Maður hefur séð þetta svona kannski töluvert hjá fimmtán til tuttugu ára einstaklingum og eldri. Ég hef ekki séð þetta mikið hjá einstaklingum sem eru yngri en það,“ segir Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns. Hann segir áhrif vera staðbundin. „Það svona sem sést hjá flestum eru svona þykknanir á slímhúðinni sem valda svona hvítlitum breytingum og þessar breytingar eru afturkræfar en þær sjást hjá öllum í rauninni sem taka í vörina.“ Ef fólk notar hins vegar púðana í langan tíma geti það haft varanleg áhrif á tannholdið. „Verstu tilfellin eru þannig að kannski tannholdið er farið að hörfa mjög mikið. Það eru kannski komin sár og þetta gerist á mjög skömmum tíma stundum. Það geta komið svona beinútbunganir og geta komið svona slímhúðargluggar þar sem slímhúðin rofar í rauninni bara inn að beini og þetta getur í rauninni valdið því að bara kannski helmingurinn af rótinni verður berskjaldaður á augntönnum sérstaklega sem standa svona svolítið út og þetta er óafturkræft og erfitt að laga þetta.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Nikótínpúðar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á allra síðustu árum. Sífellt fleiri nota púðana en notkun þeirra og áhrifin á munnholið var á meðal þess sem rætt var á málþingi í dag um nikótín og heilsu. Tannlæknar hér á landi eru farnir að sjá merki þess að fólk sé að nota púðana. „Maður hefur séð þetta svona kannski töluvert hjá fimmtán til tuttugu ára einstaklingum og eldri. Ég hef ekki séð þetta mikið hjá einstaklingum sem eru yngri en það,“ segir Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns. Hann segir áhrif vera staðbundin. „Það svona sem sést hjá flestum eru svona þykknanir á slímhúðinni sem valda svona hvítlitum breytingum og þessar breytingar eru afturkræfar en þær sjást hjá öllum í rauninni sem taka í vörina.“ Ef fólk notar hins vegar púðana í langan tíma geti það haft varanleg áhrif á tannholdið. „Verstu tilfellin eru þannig að kannski tannholdið er farið að hörfa mjög mikið. Það eru kannski komin sár og þetta gerist á mjög skömmum tíma stundum. Það geta komið svona beinútbunganir og geta komið svona slímhúðargluggar þar sem slímhúðin rofar í rauninni bara inn að beini og þetta getur í rauninni valdið því að bara kannski helmingurinn af rótinni verður berskjaldaður á augntönnum sérstaklega sem standa svona svolítið út og þetta er óafturkræft og erfitt að laga þetta.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01