Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var niðurlút í leikslok. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti. „Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
„Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira