Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 12. október 2022 08:31 Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun