Fjárveitingar dugi varla til að viðhalda lyfjameðferð sem er þegar hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 07:20 Forstjóri Landspítalans segir fjárveitingar til spítalans vegna lyfja, sem lagðar eru til í fjárlögum næsta árs, varla duga fyrir þær lyfjagjafir sem þegar eru hafnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að 2,2 milljarða króna vanti til spítalans svo hann geti tekið ný lyf til notkunar á næsta ári. Fjárveitingar sem gert er ráð fyrir í fjárlögum dugi varla til þess að viðhalda þeim lyfjameðferðum sem þegar eru hafnar. Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26