Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2022 10:36 Ulf Kristersson er formaður sænska hægriflokksins Moderaterna. Miklar líkur eru á að hann taki við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Magdalenu Andersson. AP Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. Síðustu vikurnar hafa fulltrúar hinna fjögurra flokka á hægri vængnum – Moderaterna, Svíþjóðardemókrata, Kristlegir demókrata og Frjálslyndra – átt í viðræðum um myndun nýrra ríkisstjórnar undir forystu Kristersson. Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Kristersson gekk á fund Norléns í morgun þar sem hann tilkynnti honum að viðræðum miðaði vel, en að samkomulag væri ekki enn í höfn. Tilkynnti Norlén, sem er samflokksmaður Kristersson, að Kristersson fengi tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn. Takist það mun Norlén formlega tilnefna Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun þingið svo greiða atkvæði um tillöguna. „Við erum sammála í stóru málaflokkunum. Við erum sammála um hvert skuli stefna og að gera gagn fyrir Svíþjóð,“ sagði Kristersson. Svíþjóðardemókratar varð næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Sem stærsti flokkurinn á hægri vængnum hafa Svíþjóðardemókratar krafist þess að eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni eða þá hafa mikil áhrif á stefnu nýrrar stjórnar sem stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Svíþjóðardemókratar leggja sérstaka áherslu á að herða verulega stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22 Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa fulltrúar hinna fjögurra flokka á hægri vængnum – Moderaterna, Svíþjóðardemókrata, Kristlegir demókrata og Frjálslyndra – átt í viðræðum um myndun nýrra ríkisstjórnar undir forystu Kristersson. Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Kristersson gekk á fund Norléns í morgun þar sem hann tilkynnti honum að viðræðum miðaði vel, en að samkomulag væri ekki enn í höfn. Tilkynnti Norlén, sem er samflokksmaður Kristersson, að Kristersson fengi tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn. Takist það mun Norlén formlega tilnefna Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun þingið svo greiða atkvæði um tillöguna. „Við erum sammála í stóru málaflokkunum. Við erum sammála um hvert skuli stefna og að gera gagn fyrir Svíþjóð,“ sagði Kristersson. Svíþjóðardemókratar varð næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Sem stærsti flokkurinn á hægri vængnum hafa Svíþjóðardemókratar krafist þess að eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni eða þá hafa mikil áhrif á stefnu nýrrar stjórnar sem stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Svíþjóðardemókratar leggja sérstaka áherslu á að herða verulega stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22 Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22
Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21