Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 07:01 Spennan og stressið var svakalegt á meðal 250 stuðningsmanna Íslands sem létu vel í sér heyra í leiknum. Vísir/Kolbeinn Tumi Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona. Spólum til baka. Bjallan glymur. Klukkan er fjögur að nóttu til á þriðjudegi í október. Þetta er ekki flókið. Sólarhringsferðalag er fram undan að sækja HM-farseðilinn langþráða. Uppselt er í flugvél Icelandair. 70 þúsund kall reyndist gjöf en ekki gjald. Einhverjir sitja eftir með sárt ennið. Hvernig pakkar maður fyrir sólarhringsferðalag? Vegabréf, vinnutölva, hleðslusnúra og stuttbuxur. Passa að muna eftir sólgleraugunum sem hafa legið í dvala undanfarnar vikur. Von er á tuttugu plús stigum í Portúgal. „Taktu með þér tannbursta og tannkrem. Já, og auka sokka og nærbuxur. Þú þakkar mér seinna,“ segir reynsluboltinn kærastan mín. Ég hlýði að sjálfsögðu þótt líkurnar á að ég komi til með að nota fyrrnefnda hluti séu litlar sem engar. Villi from Kópavogur Þegar maður er búinn að moka sér á fætur eftir þriggja tíma svefn og koma sér út í bíl þá er nú bara nokkuð notalegt að keyra í gegnum höfuðborgina. Varla bíll í sjónmáli. Grænt ljós eftir grænt ljós. Villi ljósmyndari bíður eftir mér í Kópavogi. Einn stoltasti Kópavogsbúi landsins. Við höfum farið í nokkrar ferðir saman fyrir fréttastofuna og erum spenntir fyrir þessari. Villi ljósmyndari (til hægri) hefur tekið marga verðlaunamyndina á ferli sínum í faginu.ÍF Það er hugur í fólki í Keflavík. Ein röð fyrir stuðningsfólk Íslands og hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Spennan er í loftinu. Stelpur á aldur við dóttur mína, dauðþreyttar en augun eru galopin. Spennan er ansi mikil. Aldrei þessu vant eru sælgætiskaup í fríhöfninni í lágmarki. Eftir að hafa bætt á mig sex kílóum í langri helgarferð til Berlínar á dögunum er mataræðið ofarlega í huga mér. Bjór og bjúgur eftir flug væntanlega sökudólgurinn. Þristur og sambólakkrísrúlla hafa samt aldrei gert neinum neitt. Ég afþakka kvittunina. Gleðigjafi frá Gana Icelandair seldi 160 sæti í 183 sæta vél. Ástæðan er sú að leikmenn og starfsmenn KSÍ fá far með flugvélinni heim. Einhverjir fá aukapláss á leiðinni út. Sveindís Jane á fjölmennan stuðningshóp í flugstöðinni. S. Jónsdóttir og talan 23 er á mörgum treyjum. Fjöldi fólks af Akranesi er á leiðinni út. Skaginn á engan landsliðsmann kvennamegin þessi árin en það hlýtur að styttast í næstu Jónínu Víglunds. Hákon Arnar, sonur Jónínu Víglunds, var í eldlínunni með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Lítill heimur.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Móðir Sveindísar Jane fullyrðir við mig að hæfileikar dótturinnar komi úr móðurættinni. Hún elskaði að spila fótbolta í Gana þegar hún var stelpa. En svo mátti hún það ekki lengur. Stelpur spiluðu ekki fótbolta á þeim tíma. Hraðinn kemur frá pabba, honum Jóni sem er í banastuði. „Hún lofaði að skora eitt fyrir mömmu sína,“ segir Eunice Quason. Þar er augljólega mikill gleðigjafi á ferðinni, með fléttur í fánalitunum og bros til að bræða Grænlandsjökul. Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag.Vísir/Vilhelm Joey Drummer úr Tólfunni heilsar. Ákveðið öryggi sem fylgir því að hafa trommarann með í ferðinni. Það verða læti eins og sveitungi hans Valdimar úr Keflavík söng um árið, og syngur enn. Vonandi að Joey vökvi sig vel enda viljum við ekki annað „vökvi í æð“ fíaskó. Forseti fólksins heilsar „Eggert Jóhannesson, Eggert Jóhannesson, gefi sig fram við afgreiðslu.“ Ljósmyndari Morgunblaðsins í einhverju veseni. Í ljós kemur að Eggert hafði glatað brottfararspjaldinu sínu einhvers staðar. Ég hef ekki efni á því að gera grín að Eggerti enda er ég nýbúinn að veiða mitt brottfararspjall úr ruslinu. Með allt á hreinu, eins og segir í Stuðmannalagi. Allt gengur smurt og mér rétt tekst að ljúka við að skrifa seinna viðtalið mitt við stuðningsmenn fyrir Vísi. Ég stekk um borð í vélina með þeim síðustu. Vélin er að fyllast þegar kunnuglegt andlit birtist. Síðast en ekki síst. Guðni var klæddur í jakkaföt þegar hann mætti í vélina. Hann var ekki lengi að skella sér í landsliðstreyju og smella derhúfu á kollinn.Vísir/Vilhelm „Nei blessaður,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti við Villa ljósmyndara. Ljósmyndarar eru alltaf á ferðinni, alltaf í small-talki. Hve margar myndir ætli Villi hafi tekið af Guðna? Guðni heilsar mér með virktum. Þekkir hann mig? Herra alþýða frá morgni til kvölds þekkir alla. Hann heilsar fólki. Við þurfum fleiri Guðna. Ég hitti hann fyrst í fótboltaverkefni. Hann reyndist nefnilega lukkutröll í Nice í Frakklandi 2016. Guðni forstei gaf strax tóninn í Nice 2016. Þá klæddur í treyju íslenska landsliðsins á meðan fráfarandi forsetahjón voru í formlegri klæðnaði.Vísir/Vilhelm Hans fyrsta ferð sem forseti var á EM karla, nánar tiltekið Englandsleikinn. Ætli hann reynist lukkutröll í Portúgal? Þið vitið svarið við þeirri spurningu. Að því sögðu þá eru ekki til nein tröll. Nema nettröll sem slátra mér mögulega í ummælakerfinu fyrir fáránlega langa ferðasögu. Að því sögðu... Skýrmæltur flugstjóri Flugfreyjurnar eru klæddar í hvítar landsliðstreyjur. Fagmennska. Sumar eru málaðar í framan í fánalitunum. Flugstjórinn og flugmaðurinn eru konur. Allir sem koma að fluginu eru konur. Það líst mér vel á. Flugstjórinn býður góðan daginn og fer yfir flugið fram undan. Viti menn. Það heyrist hátt og snjallt allt sem hún segir. Þú þarft greinilega ekki að vera muldrari, eða heita Kjartan Kjartansson, til að vera flugmaður. Þessar flottu flugfreyjur sýndu stuðning í verki og klæddu sig upp í tilefni dagsins.Vísir/Vilhelm Sigrún Ingvarsdóttir, skýrmæltasti flugstjóri landsins. Medalíu á hana. Og Evu Lárusdóttur flugmann, svona fyrst við erum að veita verðlaun. „Áfram Ísland og góða ferð,“ eru lokaorðin úr flugstjórnarklefanum. Ég hugsa um fleyg orð Villa ljósmyndara á leiðinni á Reykjanesbrautinni þegar hann hallar höfðinu sínu að öxlinni á mér. „Ég sef aldrei í flugvélum.“ Klósetttal Það er bókaklúbbur á fimmtudagskvöldið og ég tók bókina með. Ég er í tveimur bókaklúbbum, tiltölulega nýstofnuðum, sem eiga jafn erfitt með að fara á flug eftir langt sumarfrí. Það er erfitt að halda einbeitingu við lesturinn því sætin okkar Villa eru við klósettið við innganginn. Þangað sem fólk kemur stöðugt til að, jú gera þarfir sínar, en rýmið gerir staðinn jafnframt að svona hittast og spjalla stað. Eyrun eru næm og ég sogast reglulega inn í samtöl um ferðalagið, stelpurnar okkar og EM síðasta sumar. „Manstu ekki eftir mér? Við vorum í Englandi í sumar,“ segir móðir við móður áður en þær rifja upp með hvaða skólum stelpurnar þeirra spila í bandaríska háskólaboltanum. Alvöru gulrót fyrir íslenskar fótboltastelpur. Ókeypis háskólanám vestan hafs. Sem betur fer er bókin stutt. Hundrað blaðsíður, lítið umbrot og ótrúlegt en satt klára ég bókina rétt fyrir lendingu í Porto. Óhætt er að mæla mað Veislunni í greninu eftir Juan Pablo Villalobos. Ég elska stuttar bækur. Villi er meira fyrir að skoða myndir en að lesa. Hann horfir á hvern þáttinn á fætur öðrum af The Big Bang Theory. Aldrei fílað þessa þætti, Villi samt frábær. „Nei, er Þyrnirós vöknuð?“ spyr Ólafur Helgi KR pabbi sem situr fyrir framan mig. Ég hef örugglega sofið í klukkutíma með bíómyndina Skjálfta í eyrunum. Þau hjónin eru með dóttur sína Elísabetu, klædd í landsliðsgallann frá toppi til táar. Ævintýri fyrir unga fótboltadömu. Bjór og sól, ekkert vesen Ég hef aldrei komið til Portúgal en veðurfarið stenst allar mínar væntingar. Á meðan ég svaf hafa fjölmargir laumað sér á klósettið og skipt yfir í stuttbuxur. Skynsamleg ákvörðun. Þett'er algjör bongóblíða þótt lítið beri á básúnum og trommum á flugvellinum í Porto. Það er stillt upp í hópmynd fyrir utan flugvélina, Eldborg. Fólk er að fíla fyrstu sprautuna af D-vítamíni. Eflaust bókuðu einhverjir miðana sína eftir að hafa skoðað guðdómlega veðurspá fyrir daginn. Blátt haf og einstaka hvítar treyjur á flugvellinum í Porto.Vísir/Vilhelm Strætóinn sem flytur okkur er svo þéttskipaður að það neistar reglulega þegar hann skrapar malbikið á flugbrautinni. Engin bið eftir farangri enda allir með handfarangur. Svo er það bara upp í rútu. Förinni er heitið beint á Estádio da Mata Real leikvanginn í Paços de Ferreira, litlum bæ í útjaðri Porto. Boðað hafði verið að stoppað yrði á leiðinni á leikvanginn til að næra sig og njóta. Nýtt plan. Beint á leikvanginn. Sindri Snær Magnússon, knattspyrnukappi og bróðir Selmu Sólar landsliðskonu, hristir hausinn þegar hann heyrir umræðu um að það sé verslunarmiðstöð og McDonald's í hálftíma fjarlægð frá leikvanginum. Hann biður um jarðtengingu. Bjór og sól takk. Vinsamlegast ekki verja sólarglugganum í ráf um verslunarmiðstöð. Sindri Snær Magnússon spilaði leik með Keflavík í Eyjum á mánudaginn. Á meðan leik stóð var pantaður miði fyrir hann til Portúgals. Keflavík Tvær ungar stelpur skoða hópmyndina sem var tekin. Þær átta sig á því að Guðni forseti var beint fyrir aftan þær á myndinni. Þær flissa. Gott móment. Guðni spyr ungan iðkanda í næstu sætaröð með hvaða liði hún spili? Fjölni segir sú unga hikandi. Það er langbesta liðið, svarar Guðni venju samkvæmt. Er ekki örugglega leikur? Við leikvanginn er ekkert sem bendir til þess að fram undan sé stórleikur í fótbolta. Eggert ljósmyndari hafði gert sér vonir um að geta skilið eftir ferðatösku með ljósmyndabúnaði á leikvanginum. Engan starfsmann er að finna í fljótu bragði við leikvanginn. Þá er bara að rölta. Hvert? Jú, bara inn í bæ þar sem á að mynda stuðningsmannasvæði við torg nokkurt. Þar ku vera veitingastaður og bjór í boði. Eftir um fimmtán mínútna rölt, þar sem varla er að sjá sálu á ferð, erum við komin á torgið. Á annað hundrað sársvangir og þyrstir Íslendingar og vertinn rekur upp stór augu. Hann á bara nokkur hamborgarabrauð og aðeins nokkrir geta fengið stóran bjór í glasi. Glösin eru ekki það mörg. Sólin skein á Íslendingana í Porto.Vísir/Vilhelm Hópurinn tvístrast. Það hlýtur að vera eitthvað betra í boði. McDonald's er víst bara í fimm mínútna fjarlægð samkvæmt GoogleMaps. Einhverjir rölta af stað. Aðrir sitja eftir og átta sig á því að viðkomandi hefur verið með stillt á tíma miðað við ökutíma. Þetta er hálftímagangur og hinum megin við hraðbraut. Jæja... Við Villi fáum okkur strangheiðarlega pítsu sem portúgalskar unglingsstelpur sögðu að væri Ok. Pítsan var það, ekkert minna og ekkert meira. En hræódýr. Við komumst í rafmagn og getum sent heim til Íslands viðtal við Guðna forseta. Þar er hann meðal annars spurður hvers vegna hann sé eins og hann sé. Frábær spurning... Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri segir okkur frá ógöngum íslenska hópsins varðandi ferðatöskur. Liðið var fyrst á Algarve og flutti sig svo yfir til Porto eftir leiðum sem ég kann ekki að nefna. Í hverjum leik glötuðust einhverjar töskur. Á leikdegi var meira að segja vesen að fá flutning fyrir búnað Íslands af hótelinu í Porto og á leikvanginn. Svo búnaðurinn var fluttur í nokkrum leigubílum. Klara er samt kattslök og bjartsýn. Því ég er kominn heim... Jóhann Alfreð uppistandari hringir. Hann skellti sér í ferðina enda býr Helgi Hrafn vinur hans í Porto. Hann fór til móts við hann í miðbæ Porto frá flugvellinum og spyr hvar stemmningin sé. Ég fullvissa hann um að gefa sér klukkustund í viðbót í fallegu Porto áður en hann komi aftur til móts við Íslendingana í sveitabænum. En viti menn. Það líður að leik og fólk fer að streyma aftur að torginu. Starfsfólk veitingastaðarins vaskar upp glös á núll einni svo fleiri geti fengið sér bjór á krana. Stóran takk. Einhver tengir sig við hljóðkerfi staðarins og íslensk dægurlög fara að heyrast. Tólfan vaknar og byrjar að syngja. Sársvangir taka gleði sína þegar fararstjóri Icelandair mætir með poka af ostborgurum frá fyrirheitna landi Ronalds McDonald's. Klukkutími í leik og fólk fer að hafa sig til á völlinn. Stutt labb í blíðunni og spenna í hópnum. Við leikvanginn er farið að sjást til portúgalskra stuðningsmanna. Von er á þrjú þúsund stuðningsmönnum en heyrst hefur að fólki verði hleypt ókeypis inn á leikinn eftir að hann hefst. KSÍ seldi 250 miða til sinna stuðningsmanna sem eru tilbúnir að láta vel í sér heyra. Við eigum fínan séns í stúkunni. Engar hristur leyfðar Fyrst þarf að komast inn á leikvanginn. Eunice, móðir Sveindísar, er með fallega hristu sem portúgalskir öryggisverðir hrista höfuðið yfir. Ekki hingað inn vina mín. Má aldrei hafa gaman? Eunice gerir engar athugasemdir. Hefur engan tíma í lífi sínu fyrir leiðindi. Fartölvan mín, míkrafónn og snúra fara fyrir brjóstið á öryggisvörðunum sömuleiðis. Þeir bjóða mér að geyma bakpokann í herbergi nærri innganginum. Öryggisvörður bendir mér á frekar hrátt herbergi. „En við berum enga ábyrgð á neinu,“ segir öryggisvörðurinn. Ertu að grínast, spyr ég? Hann hugsar sig um. Skiptir svo um skoðun. Ok, við skulum passa að herbergið verði læst. Ég tek vegabréfið úr bakpokanum til öryggis. Sveindís Jane Jónsdóttir brosmild í upphitun fyrir leikinn. VÍSIR/VILHELM Stelpurnar eru byrjaðar að hita upp úti á velli. Grasið er töluvert skárra en mér hafði sýnst í viðtölum við leikmenn degi fyrr. Aðstæður eru eins góðar og þær gerast. Ég er eflaust ekki sá eini sem kitlar í tærnar að spila sjálfur fótbolta þegar ég horfi yfir fallegan völlinn. Hreyfir ekki vind, sólin skín og tæplega tuttugu gráður. Jón pabbi Sveindísar spyr, hvar kaupi ég vatn? Sjoppan opnar víst ekki fyrr en leikurinn er hafinn segir tómhentur stuðningsmaður eftir leit að nasli. Stutt í leik og tónlist ómar í kerfinu. Life is Life, hinn eini sinni Opus. Nanananana. Smáblóm, sem deyr Stelpurnar ganga inn á völlinn við mikil fagnaðarlæti. Þjóðsöngurinn fer í gang. Fólk tekur vel undir. Smáblóm, sem deyr. Þessi lokaorð eru ekki beint peppandi fyrir baráttuna sem fram undan er. En eiga eftir að eiga vel við. Það veit ég ekki þá. RIP smáblóm.Hjartað Fátt gerist í tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Mér líst reyndar vel á dómarann. Hann lætur heimakonur, sem henda sér í jörðina við minnstu snertingu, ekki plata sig. Ætli dómarinn sé vinur okkar? velti ég fyrir mér. Ekki alveg. Portúgölsku stelpurnar eru miklu meira með boltann, sýna fín tilþrif á köflum en besta færið er okkar þegar Gunnhildur Yrsa skýtur í slá. Sjálfstraust okkar kvenna virkar lítið og endurtekið spörkum við boltanum beint út af þegar heimakonur pressa okkur hátt á vellinum í markspyrnum. Allt í einu streyma Portúgalar í tóma stúkuna við markið sem Ísland sækir á. Straumurinn hættir ekki. Ég dreg þá ályktun að verið sé að hleypa fólki frítt inn á völlinn. Eins og á Elton John tónleikunum á Laugardalsvelli um árið. Straumurinn virðist engan endi ætla að taka. Strákarnir hennar Sóleyjar Í hálfleik spjalla ég við glæsilegan hóp Íslendinga á besta aldri sem segir mér frá sigurför sinni til Madeira á Fimleikahátíðina Golden Age. Sóley's boys, karlar sem æfa undir leiðsögn Sóleyjar Jóhannsdóttur, fluttu lokaatriði sýningarinnar. Kappi nokkur sýnir mér myndbandið þar sem íslensku karlarnir fara á kostum. Konurnar slá líka í gegn í atriðinu. Í ljós kemur að karlarnir æfðu sig vel og lengi fyrir atriðið en konurnar lærðu sinn hlut á nokkrum klukkutímum. Ég segi þeim að við verðum að sýna lesendum Vísis þetta atriði. Strákarnir hennar Sóleyjar í banastuði.FSÍ „Við förum til Sóleyjar þrisvar í viku,“ segir einn karlinn við Guðna forseta sem rekur inn nefið. Guðni vitnar í dægurlag og þakkar fyrir að þeir fari ekki í ljós þrisvar í viku. Seinni hálfleikur er hafinn. Allt annað er uppi á teningnum og upphafsmínúturnar stórskrýtnar. Franskur dómari fer á kostum, VAR, umdeilt rautt spjald, umdeild vítaspyrna og fleira. Íþróttafréttamenn Vísis hafa gert leiknum og umdeildum atvikum góð skil. Ég velti fyrir mér hvar ég sé staddur þegar portúgalski varamannabekkurinn, allur sem einn, hleypur þvert yfir völlinn til að fagna marki. Viðbrögð dómaranna eru lítil sem engin. Það tekur heila eilífð að hefja leik að nýju. Refsingin, gult spjald á einn leikmann Portúgals. Erum við ekki örugglega á úrslitaleik um sæti á HM? velti ég fyrir mér. Síðar kemur í ljós að dómarinn hafði brýnt fyrir íslenska liðinu að liðinu yrði refsað ef varamenn myndu fagna mörkum inni á vellinum, eins og Portúgalar höfðu gert í leiknum gegn Belgum nokkrum dögum fyrr. Grátur og gnístan tanna Það sem situr eftir hjá mér eru viðbrögð íslenska liðsins við mótlætinu. Eftir að hafa verið í töluverðu basli í 50 mínútur var eins og álögum væri létt af íslenska liðinu marki undir og manni fleiri. Liðið jafnaði og var hársbreidd frá því að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Það er stutt á milli í þessu. 4-1 tap í lokin svíður sárt. Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn hætta þó ekki að hvetja liðið sitt. Stelpurnar okkar eru úti um allan völl með tárin í augunum. Eflaust ekkasog hjá einhverjum. Mann langar til að faðma hverja einustu. Glódís Perla Viggósdóttir reynir að hughreysta Söru Björk Gunnarsdóttur. Hver veit hvort þær fái aftur tækifæri saman til að komast á HM?VÍSIR/VILHELM „Takk fyrir okkur,“ syngja stuðningsmennirnir þakklátir, svekktir en stoltir. Takk fyrir okkur. Sannkölluðum tilfinningarússíbana er lokið. Ískaldur raunveruleikinn Rúturnar þrjár fyllast. Allir eru ánægðir með að fluginu hefur verið flýtt um tvo tíma. Stuðningsfólkið er ekki eitt í fluginu heim því nú bætast við leikmenn Íslands búsettir á klakanum og starfsfólk KSÍ. Ég spjalla við Steina landsliðsþjálfara. Ég var svo heppinn að aðstoða hann með 4. flokk KR einn veturinn, þá Halldór Árnason nýkrýndan Íslandsmeistara með Blikum. Við Steini höfum ýmislegt um leikinn að segja í tveggja manna tali. Ljós í myrkrinu. Elísabet Ólafsdóttir, ellefu ára KR-ingur, heldur á brúnum bréfpoka. Í honum er gersemi. Sandra markvörður hafði fært Elísabetu treyju og takkaskó Glódísar Perlu. Svitalyktin af treyjunni er eðlilega mikil og upp spretta vangaveltur um hvort það eigi að þvo treyjuna við komuna heim. Elísabet með treyjuna sem Glódís klæddist í 120 mínútur auk viðbótartíma í Portúgal. Grasgrænku mátti víða sjá og finna töluverða svitalykt, eðli máls samkvæmt.Vísir/Kolbeinn Tumi Ansi margir sem „aldrei sofa í flugvélum“ halla höfði og ná smá kríu á leiðinni heim. Nýja Elvis Presley myndin heldur mér í tæpan klukkara áður en augnlokin fá sínu fram með hjálp þyngdaraflsins. Næ samt að smella einni kjörinni til stækkunar af þeim sem getur aldrei sofnað í flugvélum. Villi er svo fallegur þegar hann sefur.Vísir/Kolbeinn Tumi HM-draumur Íslands endaði á harkalegum nótum í Portúgal og hún er líka harkaleg lendingin þegar við lendum á Keflavíkurflugvelli. Sigrún flugstjóri segir okkur að úti sé ískalt, nánar tiltekið fimm stiga hiti. Villi ljósmyndari ekur sem leið liggur í Kópavoginn þar sem klukkan er við það að slá fjögur. Ég á eftir að aka legginn minn heim í vesturbæinn. Það er frost á rúðunum. Ég þarf að skafa. Ef að var einhver vafi þá er ævintýrinu lokið. Íslendingar erlendis HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Spólum til baka. Bjallan glymur. Klukkan er fjögur að nóttu til á þriðjudegi í október. Þetta er ekki flókið. Sólarhringsferðalag er fram undan að sækja HM-farseðilinn langþráða. Uppselt er í flugvél Icelandair. 70 þúsund kall reyndist gjöf en ekki gjald. Einhverjir sitja eftir með sárt ennið. Hvernig pakkar maður fyrir sólarhringsferðalag? Vegabréf, vinnutölva, hleðslusnúra og stuttbuxur. Passa að muna eftir sólgleraugunum sem hafa legið í dvala undanfarnar vikur. Von er á tuttugu plús stigum í Portúgal. „Taktu með þér tannbursta og tannkrem. Já, og auka sokka og nærbuxur. Þú þakkar mér seinna,“ segir reynsluboltinn kærastan mín. Ég hlýði að sjálfsögðu þótt líkurnar á að ég komi til með að nota fyrrnefnda hluti séu litlar sem engar. Villi from Kópavogur Þegar maður er búinn að moka sér á fætur eftir þriggja tíma svefn og koma sér út í bíl þá er nú bara nokkuð notalegt að keyra í gegnum höfuðborgina. Varla bíll í sjónmáli. Grænt ljós eftir grænt ljós. Villi ljósmyndari bíður eftir mér í Kópavogi. Einn stoltasti Kópavogsbúi landsins. Við höfum farið í nokkrar ferðir saman fyrir fréttastofuna og erum spenntir fyrir þessari. Villi ljósmyndari (til hægri) hefur tekið marga verðlaunamyndina á ferli sínum í faginu.ÍF Það er hugur í fólki í Keflavík. Ein röð fyrir stuðningsfólk Íslands og hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Spennan er í loftinu. Stelpur á aldur við dóttur mína, dauðþreyttar en augun eru galopin. Spennan er ansi mikil. Aldrei þessu vant eru sælgætiskaup í fríhöfninni í lágmarki. Eftir að hafa bætt á mig sex kílóum í langri helgarferð til Berlínar á dögunum er mataræðið ofarlega í huga mér. Bjór og bjúgur eftir flug væntanlega sökudólgurinn. Þristur og sambólakkrísrúlla hafa samt aldrei gert neinum neitt. Ég afþakka kvittunina. Gleðigjafi frá Gana Icelandair seldi 160 sæti í 183 sæta vél. Ástæðan er sú að leikmenn og starfsmenn KSÍ fá far með flugvélinni heim. Einhverjir fá aukapláss á leiðinni út. Sveindís Jane á fjölmennan stuðningshóp í flugstöðinni. S. Jónsdóttir og talan 23 er á mörgum treyjum. Fjöldi fólks af Akranesi er á leiðinni út. Skaginn á engan landsliðsmann kvennamegin þessi árin en það hlýtur að styttast í næstu Jónínu Víglunds. Hákon Arnar, sonur Jónínu Víglunds, var í eldlínunni með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Lítill heimur.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Móðir Sveindísar Jane fullyrðir við mig að hæfileikar dótturinnar komi úr móðurættinni. Hún elskaði að spila fótbolta í Gana þegar hún var stelpa. En svo mátti hún það ekki lengur. Stelpur spiluðu ekki fótbolta á þeim tíma. Hraðinn kemur frá pabba, honum Jóni sem er í banastuði. „Hún lofaði að skora eitt fyrir mömmu sína,“ segir Eunice Quason. Þar er augljólega mikill gleðigjafi á ferðinni, með fléttur í fánalitunum og bros til að bræða Grænlandsjökul. Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag.Vísir/Vilhelm Joey Drummer úr Tólfunni heilsar. Ákveðið öryggi sem fylgir því að hafa trommarann með í ferðinni. Það verða læti eins og sveitungi hans Valdimar úr Keflavík söng um árið, og syngur enn. Vonandi að Joey vökvi sig vel enda viljum við ekki annað „vökvi í æð“ fíaskó. Forseti fólksins heilsar „Eggert Jóhannesson, Eggert Jóhannesson, gefi sig fram við afgreiðslu.“ Ljósmyndari Morgunblaðsins í einhverju veseni. Í ljós kemur að Eggert hafði glatað brottfararspjaldinu sínu einhvers staðar. Ég hef ekki efni á því að gera grín að Eggerti enda er ég nýbúinn að veiða mitt brottfararspjall úr ruslinu. Með allt á hreinu, eins og segir í Stuðmannalagi. Allt gengur smurt og mér rétt tekst að ljúka við að skrifa seinna viðtalið mitt við stuðningsmenn fyrir Vísi. Ég stekk um borð í vélina með þeim síðustu. Vélin er að fyllast þegar kunnuglegt andlit birtist. Síðast en ekki síst. Guðni var klæddur í jakkaföt þegar hann mætti í vélina. Hann var ekki lengi að skella sér í landsliðstreyju og smella derhúfu á kollinn.Vísir/Vilhelm „Nei blessaður,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti við Villa ljósmyndara. Ljósmyndarar eru alltaf á ferðinni, alltaf í small-talki. Hve margar myndir ætli Villi hafi tekið af Guðna? Guðni heilsar mér með virktum. Þekkir hann mig? Herra alþýða frá morgni til kvölds þekkir alla. Hann heilsar fólki. Við þurfum fleiri Guðna. Ég hitti hann fyrst í fótboltaverkefni. Hann reyndist nefnilega lukkutröll í Nice í Frakklandi 2016. Guðni forstei gaf strax tóninn í Nice 2016. Þá klæddur í treyju íslenska landsliðsins á meðan fráfarandi forsetahjón voru í formlegri klæðnaði.Vísir/Vilhelm Hans fyrsta ferð sem forseti var á EM karla, nánar tiltekið Englandsleikinn. Ætli hann reynist lukkutröll í Portúgal? Þið vitið svarið við þeirri spurningu. Að því sögðu þá eru ekki til nein tröll. Nema nettröll sem slátra mér mögulega í ummælakerfinu fyrir fáránlega langa ferðasögu. Að því sögðu... Skýrmæltur flugstjóri Flugfreyjurnar eru klæddar í hvítar landsliðstreyjur. Fagmennska. Sumar eru málaðar í framan í fánalitunum. Flugstjórinn og flugmaðurinn eru konur. Allir sem koma að fluginu eru konur. Það líst mér vel á. Flugstjórinn býður góðan daginn og fer yfir flugið fram undan. Viti menn. Það heyrist hátt og snjallt allt sem hún segir. Þú þarft greinilega ekki að vera muldrari, eða heita Kjartan Kjartansson, til að vera flugmaður. Þessar flottu flugfreyjur sýndu stuðning í verki og klæddu sig upp í tilefni dagsins.Vísir/Vilhelm Sigrún Ingvarsdóttir, skýrmæltasti flugstjóri landsins. Medalíu á hana. Og Evu Lárusdóttur flugmann, svona fyrst við erum að veita verðlaun. „Áfram Ísland og góða ferð,“ eru lokaorðin úr flugstjórnarklefanum. Ég hugsa um fleyg orð Villa ljósmyndara á leiðinni á Reykjanesbrautinni þegar hann hallar höfðinu sínu að öxlinni á mér. „Ég sef aldrei í flugvélum.“ Klósetttal Það er bókaklúbbur á fimmtudagskvöldið og ég tók bókina með. Ég er í tveimur bókaklúbbum, tiltölulega nýstofnuðum, sem eiga jafn erfitt með að fara á flug eftir langt sumarfrí. Það er erfitt að halda einbeitingu við lesturinn því sætin okkar Villa eru við klósettið við innganginn. Þangað sem fólk kemur stöðugt til að, jú gera þarfir sínar, en rýmið gerir staðinn jafnframt að svona hittast og spjalla stað. Eyrun eru næm og ég sogast reglulega inn í samtöl um ferðalagið, stelpurnar okkar og EM síðasta sumar. „Manstu ekki eftir mér? Við vorum í Englandi í sumar,“ segir móðir við móður áður en þær rifja upp með hvaða skólum stelpurnar þeirra spila í bandaríska háskólaboltanum. Alvöru gulrót fyrir íslenskar fótboltastelpur. Ókeypis háskólanám vestan hafs. Sem betur fer er bókin stutt. Hundrað blaðsíður, lítið umbrot og ótrúlegt en satt klára ég bókina rétt fyrir lendingu í Porto. Óhætt er að mæla mað Veislunni í greninu eftir Juan Pablo Villalobos. Ég elska stuttar bækur. Villi er meira fyrir að skoða myndir en að lesa. Hann horfir á hvern þáttinn á fætur öðrum af The Big Bang Theory. Aldrei fílað þessa þætti, Villi samt frábær. „Nei, er Þyrnirós vöknuð?“ spyr Ólafur Helgi KR pabbi sem situr fyrir framan mig. Ég hef örugglega sofið í klukkutíma með bíómyndina Skjálfta í eyrunum. Þau hjónin eru með dóttur sína Elísabetu, klædd í landsliðsgallann frá toppi til táar. Ævintýri fyrir unga fótboltadömu. Bjór og sól, ekkert vesen Ég hef aldrei komið til Portúgal en veðurfarið stenst allar mínar væntingar. Á meðan ég svaf hafa fjölmargir laumað sér á klósettið og skipt yfir í stuttbuxur. Skynsamleg ákvörðun. Þett'er algjör bongóblíða þótt lítið beri á básúnum og trommum á flugvellinum í Porto. Það er stillt upp í hópmynd fyrir utan flugvélina, Eldborg. Fólk er að fíla fyrstu sprautuna af D-vítamíni. Eflaust bókuðu einhverjir miðana sína eftir að hafa skoðað guðdómlega veðurspá fyrir daginn. Blátt haf og einstaka hvítar treyjur á flugvellinum í Porto.Vísir/Vilhelm Strætóinn sem flytur okkur er svo þéttskipaður að það neistar reglulega þegar hann skrapar malbikið á flugbrautinni. Engin bið eftir farangri enda allir með handfarangur. Svo er það bara upp í rútu. Förinni er heitið beint á Estádio da Mata Real leikvanginn í Paços de Ferreira, litlum bæ í útjaðri Porto. Boðað hafði verið að stoppað yrði á leiðinni á leikvanginn til að næra sig og njóta. Nýtt plan. Beint á leikvanginn. Sindri Snær Magnússon, knattspyrnukappi og bróðir Selmu Sólar landsliðskonu, hristir hausinn þegar hann heyrir umræðu um að það sé verslunarmiðstöð og McDonald's í hálftíma fjarlægð frá leikvanginum. Hann biður um jarðtengingu. Bjór og sól takk. Vinsamlegast ekki verja sólarglugganum í ráf um verslunarmiðstöð. Sindri Snær Magnússon spilaði leik með Keflavík í Eyjum á mánudaginn. Á meðan leik stóð var pantaður miði fyrir hann til Portúgals. Keflavík Tvær ungar stelpur skoða hópmyndina sem var tekin. Þær átta sig á því að Guðni forseti var beint fyrir aftan þær á myndinni. Þær flissa. Gott móment. Guðni spyr ungan iðkanda í næstu sætaröð með hvaða liði hún spili? Fjölni segir sú unga hikandi. Það er langbesta liðið, svarar Guðni venju samkvæmt. Er ekki örugglega leikur? Við leikvanginn er ekkert sem bendir til þess að fram undan sé stórleikur í fótbolta. Eggert ljósmyndari hafði gert sér vonir um að geta skilið eftir ferðatösku með ljósmyndabúnaði á leikvanginum. Engan starfsmann er að finna í fljótu bragði við leikvanginn. Þá er bara að rölta. Hvert? Jú, bara inn í bæ þar sem á að mynda stuðningsmannasvæði við torg nokkurt. Þar ku vera veitingastaður og bjór í boði. Eftir um fimmtán mínútna rölt, þar sem varla er að sjá sálu á ferð, erum við komin á torgið. Á annað hundrað sársvangir og þyrstir Íslendingar og vertinn rekur upp stór augu. Hann á bara nokkur hamborgarabrauð og aðeins nokkrir geta fengið stóran bjór í glasi. Glösin eru ekki það mörg. Sólin skein á Íslendingana í Porto.Vísir/Vilhelm Hópurinn tvístrast. Það hlýtur að vera eitthvað betra í boði. McDonald's er víst bara í fimm mínútna fjarlægð samkvæmt GoogleMaps. Einhverjir rölta af stað. Aðrir sitja eftir og átta sig á því að viðkomandi hefur verið með stillt á tíma miðað við ökutíma. Þetta er hálftímagangur og hinum megin við hraðbraut. Jæja... Við Villi fáum okkur strangheiðarlega pítsu sem portúgalskar unglingsstelpur sögðu að væri Ok. Pítsan var það, ekkert minna og ekkert meira. En hræódýr. Við komumst í rafmagn og getum sent heim til Íslands viðtal við Guðna forseta. Þar er hann meðal annars spurður hvers vegna hann sé eins og hann sé. Frábær spurning... Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri segir okkur frá ógöngum íslenska hópsins varðandi ferðatöskur. Liðið var fyrst á Algarve og flutti sig svo yfir til Porto eftir leiðum sem ég kann ekki að nefna. Í hverjum leik glötuðust einhverjar töskur. Á leikdegi var meira að segja vesen að fá flutning fyrir búnað Íslands af hótelinu í Porto og á leikvanginn. Svo búnaðurinn var fluttur í nokkrum leigubílum. Klara er samt kattslök og bjartsýn. Því ég er kominn heim... Jóhann Alfreð uppistandari hringir. Hann skellti sér í ferðina enda býr Helgi Hrafn vinur hans í Porto. Hann fór til móts við hann í miðbæ Porto frá flugvellinum og spyr hvar stemmningin sé. Ég fullvissa hann um að gefa sér klukkustund í viðbót í fallegu Porto áður en hann komi aftur til móts við Íslendingana í sveitabænum. En viti menn. Það líður að leik og fólk fer að streyma aftur að torginu. Starfsfólk veitingastaðarins vaskar upp glös á núll einni svo fleiri geti fengið sér bjór á krana. Stóran takk. Einhver tengir sig við hljóðkerfi staðarins og íslensk dægurlög fara að heyrast. Tólfan vaknar og byrjar að syngja. Sársvangir taka gleði sína þegar fararstjóri Icelandair mætir með poka af ostborgurum frá fyrirheitna landi Ronalds McDonald's. Klukkutími í leik og fólk fer að hafa sig til á völlinn. Stutt labb í blíðunni og spenna í hópnum. Við leikvanginn er farið að sjást til portúgalskra stuðningsmanna. Von er á þrjú þúsund stuðningsmönnum en heyrst hefur að fólki verði hleypt ókeypis inn á leikinn eftir að hann hefst. KSÍ seldi 250 miða til sinna stuðningsmanna sem eru tilbúnir að láta vel í sér heyra. Við eigum fínan séns í stúkunni. Engar hristur leyfðar Fyrst þarf að komast inn á leikvanginn. Eunice, móðir Sveindísar, er með fallega hristu sem portúgalskir öryggisverðir hrista höfuðið yfir. Ekki hingað inn vina mín. Má aldrei hafa gaman? Eunice gerir engar athugasemdir. Hefur engan tíma í lífi sínu fyrir leiðindi. Fartölvan mín, míkrafónn og snúra fara fyrir brjóstið á öryggisvörðunum sömuleiðis. Þeir bjóða mér að geyma bakpokann í herbergi nærri innganginum. Öryggisvörður bendir mér á frekar hrátt herbergi. „En við berum enga ábyrgð á neinu,“ segir öryggisvörðurinn. Ertu að grínast, spyr ég? Hann hugsar sig um. Skiptir svo um skoðun. Ok, við skulum passa að herbergið verði læst. Ég tek vegabréfið úr bakpokanum til öryggis. Sveindís Jane Jónsdóttir brosmild í upphitun fyrir leikinn. VÍSIR/VILHELM Stelpurnar eru byrjaðar að hita upp úti á velli. Grasið er töluvert skárra en mér hafði sýnst í viðtölum við leikmenn degi fyrr. Aðstæður eru eins góðar og þær gerast. Ég er eflaust ekki sá eini sem kitlar í tærnar að spila sjálfur fótbolta þegar ég horfi yfir fallegan völlinn. Hreyfir ekki vind, sólin skín og tæplega tuttugu gráður. Jón pabbi Sveindísar spyr, hvar kaupi ég vatn? Sjoppan opnar víst ekki fyrr en leikurinn er hafinn segir tómhentur stuðningsmaður eftir leit að nasli. Stutt í leik og tónlist ómar í kerfinu. Life is Life, hinn eini sinni Opus. Nanananana. Smáblóm, sem deyr Stelpurnar ganga inn á völlinn við mikil fagnaðarlæti. Þjóðsöngurinn fer í gang. Fólk tekur vel undir. Smáblóm, sem deyr. Þessi lokaorð eru ekki beint peppandi fyrir baráttuna sem fram undan er. En eiga eftir að eiga vel við. Það veit ég ekki þá. RIP smáblóm.Hjartað Fátt gerist í tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Mér líst reyndar vel á dómarann. Hann lætur heimakonur, sem henda sér í jörðina við minnstu snertingu, ekki plata sig. Ætli dómarinn sé vinur okkar? velti ég fyrir mér. Ekki alveg. Portúgölsku stelpurnar eru miklu meira með boltann, sýna fín tilþrif á köflum en besta færið er okkar þegar Gunnhildur Yrsa skýtur í slá. Sjálfstraust okkar kvenna virkar lítið og endurtekið spörkum við boltanum beint út af þegar heimakonur pressa okkur hátt á vellinum í markspyrnum. Allt í einu streyma Portúgalar í tóma stúkuna við markið sem Ísland sækir á. Straumurinn hættir ekki. Ég dreg þá ályktun að verið sé að hleypa fólki frítt inn á völlinn. Eins og á Elton John tónleikunum á Laugardalsvelli um árið. Straumurinn virðist engan endi ætla að taka. Strákarnir hennar Sóleyjar Í hálfleik spjalla ég við glæsilegan hóp Íslendinga á besta aldri sem segir mér frá sigurför sinni til Madeira á Fimleikahátíðina Golden Age. Sóley's boys, karlar sem æfa undir leiðsögn Sóleyjar Jóhannsdóttur, fluttu lokaatriði sýningarinnar. Kappi nokkur sýnir mér myndbandið þar sem íslensku karlarnir fara á kostum. Konurnar slá líka í gegn í atriðinu. Í ljós kemur að karlarnir æfðu sig vel og lengi fyrir atriðið en konurnar lærðu sinn hlut á nokkrum klukkutímum. Ég segi þeim að við verðum að sýna lesendum Vísis þetta atriði. Strákarnir hennar Sóleyjar í banastuði.FSÍ „Við förum til Sóleyjar þrisvar í viku,“ segir einn karlinn við Guðna forseta sem rekur inn nefið. Guðni vitnar í dægurlag og þakkar fyrir að þeir fari ekki í ljós þrisvar í viku. Seinni hálfleikur er hafinn. Allt annað er uppi á teningnum og upphafsmínúturnar stórskrýtnar. Franskur dómari fer á kostum, VAR, umdeilt rautt spjald, umdeild vítaspyrna og fleira. Íþróttafréttamenn Vísis hafa gert leiknum og umdeildum atvikum góð skil. Ég velti fyrir mér hvar ég sé staddur þegar portúgalski varamannabekkurinn, allur sem einn, hleypur þvert yfir völlinn til að fagna marki. Viðbrögð dómaranna eru lítil sem engin. Það tekur heila eilífð að hefja leik að nýju. Refsingin, gult spjald á einn leikmann Portúgals. Erum við ekki örugglega á úrslitaleik um sæti á HM? velti ég fyrir mér. Síðar kemur í ljós að dómarinn hafði brýnt fyrir íslenska liðinu að liðinu yrði refsað ef varamenn myndu fagna mörkum inni á vellinum, eins og Portúgalar höfðu gert í leiknum gegn Belgum nokkrum dögum fyrr. Grátur og gnístan tanna Það sem situr eftir hjá mér eru viðbrögð íslenska liðsins við mótlætinu. Eftir að hafa verið í töluverðu basli í 50 mínútur var eins og álögum væri létt af íslenska liðinu marki undir og manni fleiri. Liðið jafnaði og var hársbreidd frá því að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Það er stutt á milli í þessu. 4-1 tap í lokin svíður sárt. Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn hætta þó ekki að hvetja liðið sitt. Stelpurnar okkar eru úti um allan völl með tárin í augunum. Eflaust ekkasog hjá einhverjum. Mann langar til að faðma hverja einustu. Glódís Perla Viggósdóttir reynir að hughreysta Söru Björk Gunnarsdóttur. Hver veit hvort þær fái aftur tækifæri saman til að komast á HM?VÍSIR/VILHELM „Takk fyrir okkur,“ syngja stuðningsmennirnir þakklátir, svekktir en stoltir. Takk fyrir okkur. Sannkölluðum tilfinningarússíbana er lokið. Ískaldur raunveruleikinn Rúturnar þrjár fyllast. Allir eru ánægðir með að fluginu hefur verið flýtt um tvo tíma. Stuðningsfólkið er ekki eitt í fluginu heim því nú bætast við leikmenn Íslands búsettir á klakanum og starfsfólk KSÍ. Ég spjalla við Steina landsliðsþjálfara. Ég var svo heppinn að aðstoða hann með 4. flokk KR einn veturinn, þá Halldór Árnason nýkrýndan Íslandsmeistara með Blikum. Við Steini höfum ýmislegt um leikinn að segja í tveggja manna tali. Ljós í myrkrinu. Elísabet Ólafsdóttir, ellefu ára KR-ingur, heldur á brúnum bréfpoka. Í honum er gersemi. Sandra markvörður hafði fært Elísabetu treyju og takkaskó Glódísar Perlu. Svitalyktin af treyjunni er eðlilega mikil og upp spretta vangaveltur um hvort það eigi að þvo treyjuna við komuna heim. Elísabet með treyjuna sem Glódís klæddist í 120 mínútur auk viðbótartíma í Portúgal. Grasgrænku mátti víða sjá og finna töluverða svitalykt, eðli máls samkvæmt.Vísir/Kolbeinn Tumi Ansi margir sem „aldrei sofa í flugvélum“ halla höfði og ná smá kríu á leiðinni heim. Nýja Elvis Presley myndin heldur mér í tæpan klukkara áður en augnlokin fá sínu fram með hjálp þyngdaraflsins. Næ samt að smella einni kjörinni til stækkunar af þeim sem getur aldrei sofnað í flugvélum. Villi er svo fallegur þegar hann sefur.Vísir/Kolbeinn Tumi HM-draumur Íslands endaði á harkalegum nótum í Portúgal og hún er líka harkaleg lendingin þegar við lendum á Keflavíkurflugvelli. Sigrún flugstjóri segir okkur að úti sé ískalt, nánar tiltekið fimm stiga hiti. Villi ljósmyndari ekur sem leið liggur í Kópavoginn þar sem klukkan er við það að slá fjögur. Ég á eftir að aka legginn minn heim í vesturbæinn. Það er frost á rúðunum. Ég þarf að skafa. Ef að var einhver vafi þá er ævintýrinu lokið.
Íslendingar erlendis HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira