Barnasáttmálinn er ekki bara fyrir börn Sigyn Blöndal skrifar 12. október 2022 14:00 Öll eigum við mannréttindi. Þetta vitum við. Mannréttindi tryggja okkur jafnrétti og virðingu, vernd gegn ofbeldi, þau vinna gegn vanþekkingu og hatri og varðveita rétt okkar til þátttöku, rétt okkar til að stunda vinnu, fela í sér virðingu fyrir öðru fólki og okkur sjálfum. Þau fela í sér að hver einstaklingur ber ábyrgð á því að brjóta ekki á mannréttindum annarra ásamt því að vernda réttinn til þess að lifa við friðsamlegar aðstæður og vera laus við þjáningu af völdum annars fólks, svo eitthvað sé nefnt. Stundum held ég að við gleymum því að við eigum öll þessi réttindi, ekki bara við sjálf, því ef við myndum í alvörunni lifa eftir þessum gildum væri betra að vera manneskja og heimurinn myndi líta öðruvísi út - það er alveg á hreinu. Við þurfum bara að horfa á einn fréttatíma til þess að átta okkur á því, já eða Kastljós mánudagskvöldsins og ég held að það sé ekki að ástæðulausu að friðarverðlaun Nobels í ár fóru til einstaklinga sem helgað hafa líf sitt mannréttindabaráttu. Við verðum að fræðast um mannréttindi og átta okkur á því að við erum öll í þessu saman, öll stórkostlega ólík og einstök en öll með sama rétt á því að tilheyra í þessum heimi. Við þurfum að læra um mannréttindi. Við þurfum að læra um mannréttindi í umhverfi sem styður við réttindi okkar til þess að geta iðkað mannréttindi fyrir okkur sjálf og okkur öll. Í seinustu viku tók ég þátt í pallborðsumræðum á Menntakviku HÍ og var beðin um að velta fyrir mér hlutverki menntavísinda og helstu áskorunum við innleiðingu nýrrar menntastefnu til 2030. Þar sem ég vinn hjá UNICEF á Íslandi horfi ég á menntavísindi út frá réttindum barna. Ekki bara fyrir börn Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013, sem þýðir að texti hans í heild er settur í lög og einstaklingum þar með gert kleift að byggja á ákvæðum hans fyrir innlendum dómstólum. Með þessu var stigið stórt skref en þrátt fyrir það, nú bráðum 10 árum eftir lögfestingu horfum við enn á gríðarlegar áskoranir í skólakerfinu m.a. þegar við tölum um jöfn tækifæri til menntunar. Þegar horft er á menntun út frá gildum Barnasáttmálans er rétt að staldra við nokkrar greinar. Fyrst 28. greinina sem segir að tryggja eigi aðgengi að ókeypis menntun fyrir öll börn og 2. greinina þar sem fjallað er um jafnan rétt allra barna, bann við mismunun. Þetta höfum við vitað lengi, en þetta er ekki svona, af hverju? Höldum aðeins áfram og kíkjum á 29. greinina, eina af mínum uppáhalds, en þar er fjallað um markmið menntunar. Hún styður við 28. greinina en bætir við að það séu líka réttindi allra barna að fá tækifæri til þess að þroska hæfileika sína og persónuleika, andlega og líkamlega getu, móta virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi, fá undirbúning til þess að geta lifað ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis allra kynja og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa - ásamt því að fá tækifæri til þess að móta virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi mannsins. Þetta er ekki tæmandi listi yfir það sem greinin nær yfir en nákvæmlega hér sjáum við vel hvað menntavísindin þurfa að styðja við - þau þurfa að styðja sérstaklega vel við þessa grein og ef okkur tekst það og við förum öll að lifa eftir þessum fallegu gildum mannréttinda breytum við heiminum – það engin spurning! Því við skulum hafa það í huga að mannréttindi standa og falla með vilja einstaklinga til þess að koma fram við hvert annað af virðingu og jafnrétti. Við eigum öll, óháð því hvort við erum fullorðin eða börn, rétt á því að fá að þroskast sem einstaklingar og samfélagið á að sjá til þess að menntunin styðji við þessi réttindi okkar allra. Frábært - gerum það þá! Ég er ekki fræðimaður í menntavísindum en þar sem ég vinn með skólum landsins, á tvö börn í grunn- og framhaldsskóla, sit í skólanefnd Kvennaskólans og sat nú einu sinni sjálf á skólabekk, þó svo það sé nú pínu langt síðan og jafnvel margt breyst, hef ég ákveðna innsýn. Lausnin er réttindafræðsla á öllum skólastigum. Þá er ég ekki að tala um að hengja upp plakat af Barnasáttmálanum á veggjum leikskóla, þó hann sé litríkur og flottur og gaman að hafa hann upp á vegg. Ég er ekki að tala um að hengja upp 6 grunnþætti aðalnámsskrár upp á vegg í skólastofunni þar sem orðin lýðræði og mannréttindi hanga þar samhengislaust. Ég er að tala um skyldur okkar fullorðna fólksins við innleiðingu Barnasáttmálans. Skyldur okkar til þess að læra, fræðast og miðla svo við getum tryggt þátttökurétt barna, vernd þeirra og umönnun. Þegar við lögfestum Barnasáttmálann þá lögfestum við líka þessar skyldur okkar. Barnasáttmálinn er nefnilega ekki bara fyrir börn. Samkvæmt honum eru skyldur okkar skýrar. En vitum við öll af þessu? Við verðum að byrja á því að mennta okkur. Þá er ég ekki bara að tala um kennara heldur líka okkur öll sem munum eignast börn eða eiga börn, öll sem sjá um börn, öll okkar sem vinnum með börnum, tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á börn, við eigum öll að þekkja réttindi barna, svo segir 42. grein Barnasáttmálans. Byrjum á okkur sjálfum Stundum held ég að við þorum ekki að viðurkenna að við þekkjum ekki réttindi barna og kunnum ekki að nota barnaréttindanálgun þegar verið er að meta hvað sé best fyrir barn hverju sinni. En það er allt í lagi að viðurkenna það - við verðum að læra þetta saman - það eru nefnilega réttindi barna að við þekkjum réttindi þeirra og svo eru það líka þeirra réttindi að við kennum þeim um réttindi sín. En fyrst verðum við að læra. Sem sagt, við þurfum að byrja á okkur sjálfum – við þurfum að þekkja réttindi barna til þess að geta miðlað og búið til réttindamiðað umhverfi þar sem þau taka þátt á merkingarbæran hátt, upplifa lýðræði og finna að mannréttindi eru virt. Þannig læra þau best að skilja þessi orð; mannréttindi og lýðræði, með því að upplifa þau, í skólanum, í frístund, heima og í íþróttum – alls staðar þar sem þau eru og við tökum þátt í því að búa til það umhverfi. Menntavísindin spila stórt hlutverk í því að gera þetta að veruleika. Við verðum að kenna mannréttindi svo við getum iðkað þau, notað þessi fallegu gildi í okkar daglega lífi. Hvernig væri ef mannréttindafræðsla með áherslu á réttindi barna væri skylda í öllum greinum í háskóla? Væri það nokkuð svo hræðilegt? Jákvæð áhrif réttindafræðsla Verkefnið sem ég leiði hjá UNICEF á Íslandi snýr að innleiðingu Barnasáttmálans í grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á Íslandi. Verkefnið heitir Réttindaskóli UNICEF og er starfrækt í mörg þúsund skólum út um allan heim. Í réttindafræðslu í Réttindaskólunum kennum við börnum um Barnasáttmálann, réttindi þeirra sem eru réttindi allra barna. Um leið og þau átta sig á því að við eigum öll sömu réttindin þá breytist í rauninni allt. Þau átta sig á því að þau eiga ekki meiri rétt en annar - ég á mín réttindi og þú átt þín réttindi og á milli okkar er virðing. Þetta er ekki flóknara en það. Réttindafræðsla í skólum hræðir suma kennara og hef ég verið spurð að því hvort börnin verði ekki bara frek þegar þau læra um réttindi sín. Það er mikill misskilningur því rannsóknir á réttindaskólum út um allan heim, hafa sýnt fram á að einmitt þegar börn fá réttindafræðslu upplifa þau réttindi sín öðruvísi, því þau átta sig á því að við eigum öll þessi sömu réttindi. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þar sem regluleg réttindafræðsla fer fram minnkar einelti, börnum líður betur í skólanum því þau hafa bein áhrif á skólastarfið sitt með merkingarbærri þátttöku enda er 12. greinin virk í Réttindaskólum. Þau láta sig námið meira varða og ánægja kennara er meiri. Börnin eru umburðarlyndari og víðsýnni og segja frekar frá þegar brotið er á þeirra réttindum og annara. Börnin eru valdefld. Þau eru virkir þátttakendur ekki bara tilvonandi þátttakendur. Það er hlutverk okkar að gera réttindi barna að veruleika. Í 4. grein Barnasáttmálans stendur að stjórnvöldum beri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sjá til þess að hvert og eitt barn njóti allra réttindanna í Barnasáttmálanum - það er verkefnið! Höfundur er Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öll eigum við mannréttindi. Þetta vitum við. Mannréttindi tryggja okkur jafnrétti og virðingu, vernd gegn ofbeldi, þau vinna gegn vanþekkingu og hatri og varðveita rétt okkar til þátttöku, rétt okkar til að stunda vinnu, fela í sér virðingu fyrir öðru fólki og okkur sjálfum. Þau fela í sér að hver einstaklingur ber ábyrgð á því að brjóta ekki á mannréttindum annarra ásamt því að vernda réttinn til þess að lifa við friðsamlegar aðstæður og vera laus við þjáningu af völdum annars fólks, svo eitthvað sé nefnt. Stundum held ég að við gleymum því að við eigum öll þessi réttindi, ekki bara við sjálf, því ef við myndum í alvörunni lifa eftir þessum gildum væri betra að vera manneskja og heimurinn myndi líta öðruvísi út - það er alveg á hreinu. Við þurfum bara að horfa á einn fréttatíma til þess að átta okkur á því, já eða Kastljós mánudagskvöldsins og ég held að það sé ekki að ástæðulausu að friðarverðlaun Nobels í ár fóru til einstaklinga sem helgað hafa líf sitt mannréttindabaráttu. Við verðum að fræðast um mannréttindi og átta okkur á því að við erum öll í þessu saman, öll stórkostlega ólík og einstök en öll með sama rétt á því að tilheyra í þessum heimi. Við þurfum að læra um mannréttindi. Við þurfum að læra um mannréttindi í umhverfi sem styður við réttindi okkar til þess að geta iðkað mannréttindi fyrir okkur sjálf og okkur öll. Í seinustu viku tók ég þátt í pallborðsumræðum á Menntakviku HÍ og var beðin um að velta fyrir mér hlutverki menntavísinda og helstu áskorunum við innleiðingu nýrrar menntastefnu til 2030. Þar sem ég vinn hjá UNICEF á Íslandi horfi ég á menntavísindi út frá réttindum barna. Ekki bara fyrir börn Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013, sem þýðir að texti hans í heild er settur í lög og einstaklingum þar með gert kleift að byggja á ákvæðum hans fyrir innlendum dómstólum. Með þessu var stigið stórt skref en þrátt fyrir það, nú bráðum 10 árum eftir lögfestingu horfum við enn á gríðarlegar áskoranir í skólakerfinu m.a. þegar við tölum um jöfn tækifæri til menntunar. Þegar horft er á menntun út frá gildum Barnasáttmálans er rétt að staldra við nokkrar greinar. Fyrst 28. greinina sem segir að tryggja eigi aðgengi að ókeypis menntun fyrir öll börn og 2. greinina þar sem fjallað er um jafnan rétt allra barna, bann við mismunun. Þetta höfum við vitað lengi, en þetta er ekki svona, af hverju? Höldum aðeins áfram og kíkjum á 29. greinina, eina af mínum uppáhalds, en þar er fjallað um markmið menntunar. Hún styður við 28. greinina en bætir við að það séu líka réttindi allra barna að fá tækifæri til þess að þroska hæfileika sína og persónuleika, andlega og líkamlega getu, móta virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi, fá undirbúning til þess að geta lifað ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis allra kynja og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa - ásamt því að fá tækifæri til þess að móta virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi mannsins. Þetta er ekki tæmandi listi yfir það sem greinin nær yfir en nákvæmlega hér sjáum við vel hvað menntavísindin þurfa að styðja við - þau þurfa að styðja sérstaklega vel við þessa grein og ef okkur tekst það og við förum öll að lifa eftir þessum fallegu gildum mannréttinda breytum við heiminum – það engin spurning! Því við skulum hafa það í huga að mannréttindi standa og falla með vilja einstaklinga til þess að koma fram við hvert annað af virðingu og jafnrétti. Við eigum öll, óháð því hvort við erum fullorðin eða börn, rétt á því að fá að þroskast sem einstaklingar og samfélagið á að sjá til þess að menntunin styðji við þessi réttindi okkar allra. Frábært - gerum það þá! Ég er ekki fræðimaður í menntavísindum en þar sem ég vinn með skólum landsins, á tvö börn í grunn- og framhaldsskóla, sit í skólanefnd Kvennaskólans og sat nú einu sinni sjálf á skólabekk, þó svo það sé nú pínu langt síðan og jafnvel margt breyst, hef ég ákveðna innsýn. Lausnin er réttindafræðsla á öllum skólastigum. Þá er ég ekki að tala um að hengja upp plakat af Barnasáttmálanum á veggjum leikskóla, þó hann sé litríkur og flottur og gaman að hafa hann upp á vegg. Ég er ekki að tala um að hengja upp 6 grunnþætti aðalnámsskrár upp á vegg í skólastofunni þar sem orðin lýðræði og mannréttindi hanga þar samhengislaust. Ég er að tala um skyldur okkar fullorðna fólksins við innleiðingu Barnasáttmálans. Skyldur okkar til þess að læra, fræðast og miðla svo við getum tryggt þátttökurétt barna, vernd þeirra og umönnun. Þegar við lögfestum Barnasáttmálann þá lögfestum við líka þessar skyldur okkar. Barnasáttmálinn er nefnilega ekki bara fyrir börn. Samkvæmt honum eru skyldur okkar skýrar. En vitum við öll af þessu? Við verðum að byrja á því að mennta okkur. Þá er ég ekki bara að tala um kennara heldur líka okkur öll sem munum eignast börn eða eiga börn, öll sem sjá um börn, öll okkar sem vinnum með börnum, tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á börn, við eigum öll að þekkja réttindi barna, svo segir 42. grein Barnasáttmálans. Byrjum á okkur sjálfum Stundum held ég að við þorum ekki að viðurkenna að við þekkjum ekki réttindi barna og kunnum ekki að nota barnaréttindanálgun þegar verið er að meta hvað sé best fyrir barn hverju sinni. En það er allt í lagi að viðurkenna það - við verðum að læra þetta saman - það eru nefnilega réttindi barna að við þekkjum réttindi þeirra og svo eru það líka þeirra réttindi að við kennum þeim um réttindi sín. En fyrst verðum við að læra. Sem sagt, við þurfum að byrja á okkur sjálfum – við þurfum að þekkja réttindi barna til þess að geta miðlað og búið til réttindamiðað umhverfi þar sem þau taka þátt á merkingarbæran hátt, upplifa lýðræði og finna að mannréttindi eru virt. Þannig læra þau best að skilja þessi orð; mannréttindi og lýðræði, með því að upplifa þau, í skólanum, í frístund, heima og í íþróttum – alls staðar þar sem þau eru og við tökum þátt í því að búa til það umhverfi. Menntavísindin spila stórt hlutverk í því að gera þetta að veruleika. Við verðum að kenna mannréttindi svo við getum iðkað þau, notað þessi fallegu gildi í okkar daglega lífi. Hvernig væri ef mannréttindafræðsla með áherslu á réttindi barna væri skylda í öllum greinum í háskóla? Væri það nokkuð svo hræðilegt? Jákvæð áhrif réttindafræðsla Verkefnið sem ég leiði hjá UNICEF á Íslandi snýr að innleiðingu Barnasáttmálans í grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á Íslandi. Verkefnið heitir Réttindaskóli UNICEF og er starfrækt í mörg þúsund skólum út um allan heim. Í réttindafræðslu í Réttindaskólunum kennum við börnum um Barnasáttmálann, réttindi þeirra sem eru réttindi allra barna. Um leið og þau átta sig á því að við eigum öll sömu réttindin þá breytist í rauninni allt. Þau átta sig á því að þau eiga ekki meiri rétt en annar - ég á mín réttindi og þú átt þín réttindi og á milli okkar er virðing. Þetta er ekki flóknara en það. Réttindafræðsla í skólum hræðir suma kennara og hef ég verið spurð að því hvort börnin verði ekki bara frek þegar þau læra um réttindi sín. Það er mikill misskilningur því rannsóknir á réttindaskólum út um allan heim, hafa sýnt fram á að einmitt þegar börn fá réttindafræðslu upplifa þau réttindi sín öðruvísi, því þau átta sig á því að við eigum öll þessi sömu réttindi. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þar sem regluleg réttindafræðsla fer fram minnkar einelti, börnum líður betur í skólanum því þau hafa bein áhrif á skólastarfið sitt með merkingarbærri þátttöku enda er 12. greinin virk í Réttindaskólum. Þau láta sig námið meira varða og ánægja kennara er meiri. Börnin eru umburðarlyndari og víðsýnni og segja frekar frá þegar brotið er á þeirra réttindum og annara. Börnin eru valdefld. Þau eru virkir þátttakendur ekki bara tilvonandi þátttakendur. Það er hlutverk okkar að gera réttindi barna að veruleika. Í 4. grein Barnasáttmálans stendur að stjórnvöldum beri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sjá til þess að hvert og eitt barn njóti allra réttindanna í Barnasáttmálanum - það er verkefnið! Höfundur er Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun