Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 21:59 Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Íslands í dag, gaf tóninn í byrjun og fagnar hér einu af sínum vörðu skotum. Vísir/Hulda Margrét „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira