Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. október 2022 00:04 Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun. Getty/Christopher Furlong Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. Spítalinn sem Letby starfaði á heitir Countess of Chester spítalinn og er staðsettur í Chester í Englandi. Ákæruvaldið segir hana hafa gert tilraun til þess að myrpa sum barnanna nokrum sinnum. Letby hefur neitað sök. Guardian og Sky News greina frá þessu. Letby er meðal annars sökuð um að nota insúlín til þess að bana börnunum. Tilfelli barnanna eru skráð eftir stafrófinu á meðan réttarhöldunum stendur en í dag var meðal annars farið yfir mál barns I. Letby er sökuð um að hafa reynt að bana barni I fjórum sinnum áður en henni á að hafa tekist það að lokum. Álit sérfræðings sé að niðurstöður rannsókna gefi sterklega í skyn að dauða barns I hafi borið að með óeðlilegum hætti. Barninu er einnig sagt hafa batnað á milli tilfella þegar Letby hafi ekki verið nærri. Einnig hafi Letby viðurkennt að hún hafi sent foreldrum barns I samúðarkort, geymt mynd af kortinu í síma sínum og leitað að foreldrum barnsins á Facebook. Einnig hafi hún leitað að foreldrum þriggja barna sem hún er sökuð um að hafa banað á degi þar sem hún var ekki á vakt. Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun, búist er við að ákæruvaldið ljúki framsögu sinni þá og verjendur Letby taki við. Áætlað að réttarhöldin muni standa yfir í allt að sex mánuði. Bretland Erlend sakamál Mál Lucy Letby Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Spítalinn sem Letby starfaði á heitir Countess of Chester spítalinn og er staðsettur í Chester í Englandi. Ákæruvaldið segir hana hafa gert tilraun til þess að myrpa sum barnanna nokrum sinnum. Letby hefur neitað sök. Guardian og Sky News greina frá þessu. Letby er meðal annars sökuð um að nota insúlín til þess að bana börnunum. Tilfelli barnanna eru skráð eftir stafrófinu á meðan réttarhöldunum stendur en í dag var meðal annars farið yfir mál barns I. Letby er sökuð um að hafa reynt að bana barni I fjórum sinnum áður en henni á að hafa tekist það að lokum. Álit sérfræðings sé að niðurstöður rannsókna gefi sterklega í skyn að dauða barns I hafi borið að með óeðlilegum hætti. Barninu er einnig sagt hafa batnað á milli tilfella þegar Letby hafi ekki verið nærri. Einnig hafi Letby viðurkennt að hún hafi sent foreldrum barns I samúðarkort, geymt mynd af kortinu í síma sínum og leitað að foreldrum barnsins á Facebook. Einnig hafi hún leitað að foreldrum þriggja barna sem hún er sökuð um að hafa banað á degi þar sem hún var ekki á vakt. Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun, búist er við að ákæruvaldið ljúki framsögu sinni þá og verjendur Letby taki við. Áætlað að réttarhöldin muni standa yfir í allt að sex mánuði.
Bretland Erlend sakamál Mál Lucy Letby Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira